Samherjamönnum hótađ lífláti - Jóhannes fékk 24 milljónir

Eftir ađ Jóhannes uppljóstrari Stefánsson var rekinn frá Samherja í júlí 2016, vegna áfengis- og vímuefnanotkunar annars vegar og hins vegar óreiđu í rekstri í Namibíu-útgerđinni, neitađi einvaldurinn ađ gefa eftir stöđu sína í Articnam Fishing ţar sem Namibíumenn voru í meirihluta en Samherji í minnihluta.

Ađeins Namibíumenn eiga rétt til ađ fá kvóta í namibískri landhelgi. Í upphafi samstarfsins ţar syđra, árin 2011 og 2012, stofnuđu Namibíumenn ţrjú félög um réttindi sín, Sinco, Epango og Youkor. Til samans áttu félögin ţrjú 51% í Articnam Fishing en Samherji 49%.

Félögin ţrjú eru ekki hluti af spillingarrannsókn namibískra lögregluyfirvalda. Jóhannes átti trúnađ namibískra međeigenda Samherja og taldi ţeim trú um ađ hćgt vćri ađ sćkja meira gull í greipar norđlensku útgerđarinnar. Í raun skipti Jóhannes um vinnuveitendur sumariđ 2016, og jafnvel fyrr, fór út ţjónustu Samherja og hóf ađ vinna međ namibískum kvótarétthöfum. Í Kastljósviđtali 11. desember 2019 segir Jóhannes eftirfarandi:

Fyrsta skrefiđ hjá mér var ađ upplýsa glćpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu viđ ţá. Svo ţróađist ţetta lengra ţegar ég fór ađ gera mér grein fyrir hvađ var í gangi og hvađ mađur var hluti af.

En, óvart, ţá var Jóhannes Samherji ţegar stofnađ var til samstarfsins og rekstur hófst. Eins og áđur hefur veriđ rekiđ ţá var Jóhannes bćđi hugmyndafrćđingurinn og sá um framkvćmdina á Namibíuverkefninu. En löngu seinna, ţegar Jóhannes seldi ţjónustu sína til RÚV, er hann vođa hissa á hve Samherji lék Namibíumennina grátt. Fréttabörn hagsmunahópsins á Efstaleiti gleypa falsiđ hrátt og selja íslensku ţjóđinni blekkinguna dýru verđi.

En höldum áfram međ söguna frá 2016. Samherji rak Jóhannes eftir ađ hann ćtlađi ađ skipta út Samherja fyrir Ísfélagiđ. En áfram hafđi einvaldurinn tögl og haldir í Articnam Fishing, studdist ţar viđ namibíska kvótahafa. Karlinn sjálfur fluttist til nágrannaríkisins Suđur-Afríku og var ţar í slagtogi međ Christian Yema, fyrrum hermann frá Kongó. 

Jóhannes sendi Yema til Namibíu ađ rćđa viđ ţá Samherjamenn sem reyndu ađ halda starfseminni gangandi eftir sviđna jörđ verđandi uppljóstrara RÚV. Í Namibíuskjölunum segir Jón Óttar Ólafsson Yema hafi hótađ sér lífláti og ţar er einnig frásögn frásögn frá Agli Árnasyni um ađ Yema hafi setiđ fyrir honum á flugvelli.

Í desember 2016 sáu Samherjamenn ţann kost vćnstan ađ semja viđ Jóhannes, kaupa hann af sér. Gegn ţví ađ segđi af sér stöđu sinni í Articnam Fishing og hćtti líflátshótunum fékk einvaldurinn 200 ţúsund bandaríkra dollara, um 24 milljónir króna, skrifar Jón Óttar í vitnisburđi sínum.

Samherjamenn töldu sig lausan viđ einvaldinn. En svo var aldeilis ekki. Jóhannes kunni fleiri ráđ til ađ gera sig gildandi. Hann gerđist uppljóstrari um sjálfan sig og Samherja og gekk í ţjónustu spillingarlögreglunnar í Namibíu annars vegar og hins vegar RÚV.

Jóhannes, fyrrum einvaldur í Namibíu, síđar flóttamađur í Suđur-Afríku, og verktaki í ófrćgingarherferđ hagsmunahópsins á Efstaleiti gegn Samherja, kemur fram í drottningarviđtali hjá Pírötum. Ţeir sem nenntu ađ horfa á Siđa-Sunnu mćra Jóa tóku eftir ţví ađ ţegar almenningur átti ađ fá ađ spyrja fyrrum einvald um hans hlut komu upp tćknilegir örđugleikar í útsendingu. Skiljanlega.

  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ađferđ samherjans, höfundar er ekki virka.

Ţetta er eins og suđ í býflugu, meinlausri. Eftir smá suđ bandar einn frá sér og og hćttir ađ heyra suđiđ og snýr sér ađ e-u gáfulegu.

Ţetta á ţá viđ vélritnarćfingar höfundar.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.6.2021 kl. 19:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband