Trump viðrar sannleikann, Facebook ritskoðar hann

Fjölmiðlar segja okkur stöðu vísindalegrar þekkingar á hverjum tíma. Eða svo á að heita. Við höfum ekki tíma til að lesa okkur til um vísindaleg álitamál og enn síður að leggjast í rannsóknir; það krefst áralangrar menntunar og þjálfunar.

Trump þáverandi Bandaríkjaforseti kenndi faraldurinn, sem lagði undir sig heimsbyggðina fyrri hluta árs 2020, við Kínaveiruna og vildi rannsókn á uppruna hennar. En, nei, fjölmiðlar þóttust vita betur og fundu ,,vísindalegar sannanir."

Fjölmiðlar sögðu veiruna hafa orðið til á kjötmarkaði í Wuhan í Kína. En nú er komið á daginn að veiran er að öllum líkindum manngerð, búin til á rannsóknastofu í Wuhan. Kínversk stjórnvöld í samvinnu við bandaríska vísindahagsmuni ákváðu að betra væri að búa til þau ,,vísindi" að uppruni veirunnar væri á kjötmarkaði fremur en á rannsóknastofu. Fjölmiðlar hlaðnir fordómum gegn þáverandi forseta Bandaríkjanna bitu glaðir á agnið og gleyptu ,,vísindin" hrá. Tucker Carlson rekur þessa hörmungarsögu á tíu mínútum.

Fjölmiðlar gengu lengra en að flytja gagnrýnislaust lygar kínverskra stjórnvalda og bandarískra hagsmunaaðila, sem vel að merkja komu úr vísindasamfélaginu. Fjölmiðlar úthúðuðu þeim sem keyptu ekki viðtekin sannindi og sökuðu þá um samsæriskenningar og rasisma. Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter úthýstu Trump og ritskoðuðu færslur sem efuðust um viðtekin sannindi.

Douglas Murry segir vestrænu elítuna, fjölmiðla og aðrar valdastofnanir, eiga eftir að iðrast þess að ganga erinda ósanninda og lyga.

Að mörgu leyti er Trump stórgallaður maður. Það segir nokkuð um ástand heimsins að Trump er handhafi sannleikans í Kínaveirumálinu. Og er ofsóttur fyrir vikið.


mbl.is Trump í tveggja ára Facebook-bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þannig þá með öðrum orðum er höfundur að hamast á einkareknum fjölmiðlum sem halla máli eftir behag.

Því er betra að treysta á ríkisrekna traust fjölmiðla eins og höfundur lýsir hér "að öllum líkindum".

Á meðan hamast höfundur á góðu RÚV.

Höfundur virðist því ekki vita í hvort fótann hann vill stíga í. 

Þyðir lítið að stíga þrivsvar í hægri fótinn.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.6.2021 kl. 11:07

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Því miður lifum við nú á undarlegri endurtekningu McCarthyisma, þar sem Metoo og BLM eru hinar heilögu kýr og Kína-paranoian blómstrar, en til upplýsingar fyrir síðuhafa, þá tíðkuðust litríkar ofsóknirnar á hendur Donalds Trump löngu áður en hann byrjaði með vírus-áróðurinn.

Jónatan Karlsson, 5.6.2021 kl. 14:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ennþá dundar þú þér við að fífla lesendur þína með því að vitna í skrípakarla, og gera þá að einhverri meintri heimild fyrir vísindalegri þekkingu.

Sem er í góðu þannig séð, ljótt væri að þú yrðir ritskoðaður eins og félagi Trump, ritskoðun sem segir meir um þá sem ritskoða en Trump.

Auðvita ræður fólk hvað það les, og vissulega er það lýðræðislega réttur fólks að ástunda bábilju og hindurvitni, ráðast að stöðugleika og þekkingu, ýta undir stjórnleysi og kaos, Píratar eiga vissulega sinn tilverurétt, fylgi þeirra er alltaf mælikvarði á úrkynjun nútímans, það er alls ekki sjálfsagt að verja gildin sem halda samfélögum fólk saman.

Eins er það í góðu að þeir sem þessa iðju ástunda, vega að hvorum öðrum með málssóknum og brigslyrðum, um skort á meintri fagmennsku hjá "hinum", í því samhengi ert þú alltaf litli maðurinn miðað við Rúv.

En hvers á fagfólk að gjalda, sem þú skeytir við þessar samsæriskenningar þínar, hvenær urðu íslenski og erlendir vísindamenn leiksoppur Kínverja eða þessara "fjölmiðla" sem sögðu að veiran hefði verið til á kjötmarkaði í Whuan.

Ertu virkilega að meina að Arnar Pálsson, prófessor í lífefnaupplýsingafræði eða Jón Magnús Jóhannesson deildarlæknir á Landsspítalanum hafi logið vísvitandi í grein sinni á Vísindavefnum þegar þeir höfnuðu tilgátunni að kovid veiran væri manngerði, og þeir hafi þar um leið verið hluti af alþjóðlegu samsæri því tilvitnanir þeirra í erlendar fræðigreinar voru margar. 

Svona alþjóðlegt lygasamsæri fræðanna, með rætur í kjarna evrópskra, bandarískra og ástralska háskóla, og þeir fræðimenn sem voru "ekki" hluti af samsærinu, höfðu þagað því þeir voru svo hræddir við Kínverja og þessa "fjölmiðla" sem sögðu frá að veiran gæti átt rætur sínar að rekja til kjötmarkaða í Wuhan.

Auðvita svarar þú þessu ekki Páll, þú treystir á lesendur þína, að þeir spyrji sína heilbrigðu skynsemi engra spurninga.

Meinið er að þú fattar ekki hvað þetta segir um þig sjálfan, trúverðugleika þinn og vinnubrögð.

Sem er líka svo sem alltí lagi, ef það færi ekki svona góður biti í hundskjaft falsfrétta og bábilja sem eru farinn að ógna sjálfri siðmenningunni.

En hvað er hún á milli vina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.6.2021 kl. 21:45

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar, hvað er rangt í því sem Páll sagði? Komu ekki fullyrðingar um að vírusinn væri EKKI manngerður frá vísindasamfélaginu.

Með örfáum undantekningum, að vísu. Roland Wiesendanger prófessor við Háskólann í Hamburg hélt því fram snemma á þessu ári að kórónaveiran væri að öllum líkindum framleidd á tilraunastofu.

Hún hefði einfaldlega mun meiri hæfileika til að tengjast frumum mannslíkamans og þvinga sig inn í þær, en aðrar skyldar veirur hefðu. Auk þess hefði aldrei fundist millihýsill fyrir veiruna milli leðurblakna og manna, en það væri nauðsynlegt til að hún gæti smitast.

Coronavirus originated from a lab in Wuhan: Prof. Roland Wiesendanger

Theódór Norðkvist, 6.6.2021 kl. 15:49

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það var fyrir um ári síðan að frásögn og flótti Dr Li Meng Yan frá Hong Kong geriði mig nokkuð vissan um að Wuhan pestin er manngerð.

Það er hinsvegar ekki rétt að Kínverjar beri alla ábyrðina og Trump var að ljúga eða fávís þegar hann kenndi pestina við Kína. 

Dr Fauci kom þessum gain of function rannsóknum á lappir í Wuhan í tíð Obama í Hvíthúsinu, eftir að Bandríkjaþing bannaði þær þar. það er það sem í raun leiddi til faraldursins.

þannig er ábyrðin ekki síst hjá BNA og Obama stjórnin og Dr. Fauci.

Guðmundur Jónsson, 6.6.2021 kl. 22:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theódór.

Ég gaf mér tíma fyrir nokkru og las mér aftur til um þetta mál þegar ég las pistilinn Villidýr og vísindi hjá Páli, rifjaði upp las bæði pistil eftir Arnar Pálsson prófessor og síðan greinina á Vísindavefnum sem Jón Magnús Jóhannesson skrifaði í samvinnu við Arnar.  Sú grein var vel tilvitnuð svo hægt var að skoða heimildirnar sem að baki voru.  Ég las heimildina sem tengist Hiv nálgunina, af hverju slíkt var talið ólíklegt. Tók þetta saman í löngu máli, því þetta er yfirgripsmikið, og lét svo fylgja með linka á greinar.

Þar sem ég veit að Páll fylgist samviskusamlega með athugasemdarkerfi sínu, er hvorki fæddur í gær eða fyrradag, er með afbrigðum skýr pistlahöfundur, þá veit ég að hann veit fullkomlega að hann er að fífla lesendur sínar með að vitna í yfirborðslega fréttaumfjöllun skrípakalls, hún segir ekkert um staðreyndir málsins, en er sett fram til að blekkja.  Er áróður.

Sem er í góðu lagi, mönnum er að sjálfsögðu heimilt að blekkja og fífla eins og þeir vilja.

Málið er að Páll vill hafa á sér aðra ímynd, sbr þessi orð hans þegar hann gagnrýnir Ruv fyrir áróður í fréttaflutningi sínum; "Tilfallandi athugasemdir eru þannig gerðar að þær taka mið að veruleikanum en ekki ímyndun og fordómum". Ímynd sem skiptir máli því hann er líklegasti öflugasti talsmaður sjálfstæðis Íslands hér í netheimum og með þeim öflugustu almennt í landinu því þeim fer óðum fækkandi sem verja þetta fjöregg þjóðarinnar.

Það er ekki bæði sleppt og haldið Theódór og að tengja svona saman vísindasamfélagið, þekkingu þess og þekkingarleit, við einhvern hæl Kínastjórnar eða fjölmiðla sem eru í meintu áróðursstríði, er aldrei neitt annað en Vúdúfræði, sem er aftur í kjarna atlaga að sjálfri siðmenningunni.

Vísindin takast á með rökum, og rökin fyrir því að veiran sé ekki manngerð (hún getur samt hafa verið einangruð af kínverskum vísindamönnum og sloppið síðan út) byggjast á þeirri þekkingu sem menn hafa í dag, ég dró saman kjarna þeirra röksemda í athugasemd minni í Villidýrum og vísindum, þú getur lesið hann þar.

Tilvitnun þín í prófessor Roland Wiesendanger er tilvitnun í frétt, ekki vísindalega grein eftir hann, þar sem hann sýnir framá hvaða bútar í veirunni eru manngerðir.  Það var reynt en dregið til baka því það stóðst ekki skoðun, og þá vísa ég í um ársgamlar greinar eftir Arnar Pálsson.  Mér vitanlega (spurði Gúgla frænda) þá hefur Arnar ekki breytt þeirri fullyrðingu sinni, stendur við það að ekkert bendi til að veiran sé manngerð.

Rökin sem Wisendanger bendir á "couple better to human cell receptors and can probe human cells", eru gild, þetta lyktar eins og sýklavopn, en hver er þá tæknin og hvar eru ummerkin??, það er ekki eins og svo að það sé eitthvað leyndarmál hvernig þessi veira er í smáatriðum, meðan hún var ennþá leyndó í Kína, þá var hún raðgreind af kínverskum og áströlskum vísindamanni, og sá ástralski kom þeim upplýsingum úr landi þó hann birti þær ekki strax af ótta við að kínverska samstarfsmanni hans yrði refsað ef það væri gert án blessunar kínverskra vísindamanna.

Svo eru einhverjir þúsundir Kára um allan heims sem hafa þekkingu og tækni til að greina hana sjálfstætt, og meta erfðaefni hennar. 

Síðan má bæta við Theódór að kóvid-19 veiran er ekki einsdæmi hvað þetta varðar, ebólan hefur ennþá meiri hæfileika til að brjóta niður frumur mannslíkamans, þess vegna var lögð svo mikil áhersla að kveða þann faraldur niður, hefði hún þróað afbrigði sem smitast með lofti, en ekki snertingu, þá hefði heimsbyggðin glímt við banvænan faraldur sem hefði getað fellt milljarða ef ekki væri til staðar þekkingin til að skera á smitleiðir líkt og gert var í Kóvid.

Kýlapestin (Svarti dauði) er annað dæmi um bráðdrepandi farsótt, sem felldi stóran hluta heimsbyggðarinnar þegar bakterían þróaði leið til að flytjast á milli manna með millihýsil sem líklegast var flær sem notuðu rottur til að ferðast um.

Sjaldgæft en þekkt, og þetta hafa vísindamenn á sviði farsótta og smitsjúkdóma varað lengi við, svo lengi sem ég man eftir mér og það er svo hlálegt að þeir sem vöruðu við þessari hættu, eru í dag taldir að Vúdúfræðum bera ábyrgð á Kóvid, rökin varnaðarorð þeirra.

Það geta komið fram nýjar upplýsingar um að kóvid veiran sé manngerð, það er að ný tækni hafi verið þróuð, sem vísindasamfélagið hefur svo þefað uppi. 

En þá þegja menn ekki Theódór, að halda því fram er að gera lítið úr sjálfum sér.

Guð gaf okkur dómgreindina til að nota hana.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 7.6.2021 kl. 08:54

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Maður ætti kannski ekki að vera að svara í svona gömlum þræði, sem er horfinn úr Heitum umræðum, en geri það nú samt - örstutt, öfugt við langloku Ómars, af hverri ég skildi ekki nema helminginn.cool

Aðalatriðið er að enginn veit uppruna veirunnar að fullu, en það er samt orðið líklegra en ekki að hún sé búin til með DNA-fikti.

Er sammála Guðmundi, drulluhalinn Fauci hélt þessum rannsóknum áfram á bak við tjöldin og laug að veiran gæti ekki verið manngerð þegar hann vissi betur, þar sem hann sjálfur var að skipuleggja vinnuna við þetta stórhættulega fikt.

Það er ámælisvert að Djúpríkið geti bara farið á svig við lögin með því að outsource-a rannsóknum (innan gæsalappa) sem þingið er búið að banna. Þessa menn ætti að dæma fyrir landráð að hafa lagt jafnhættulegt vopn upp í hendurnar á Kínaher og þessi banvæna veira er.

Theódór Norðkvist, 7.6.2021 kl. 16:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Theódór, þú skildir mig alveg og ert það skynsamur að sleppa að svara mér með bulli.

Heldur með kjarna málsins; "Aðalatriðið er að enginn veit uppruna veirunnar að fullu", það vantar þessi 2% frá leðurblökuveirunni yfir í kóvid-19.

Það er ekkert til sem heitir líklegt að hún sé búin til með DNA-fikti, annað hvort er hún það eða ekki, og mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á það.

Til dæmis var það æpandi þegar Biden viðraði grunsemdir sínar að hann sýndi ekki sönnur á máli sínu, að veiran væri manngerð. Það er eins og kallanginn fattaði ekki að þegar hann gaf þetta í skyn, þá var hann í raun að segja, Við, það er Bandaríkjamenn, höfum ekki tæknina til að greina meint fikt, en Þið, Kínverjar, eru svo miklu fremri í veirutækni en við, Þið getið gert þetta.

Aðalatriði er að vísindasamfélagið hefur ekki greint fiktið, það er talið útilokað með þeirri tækni sem er þekkt, ef það hefur verið gert, þá er tæknin óþekkt hinu almennu vísindasamfélagi, og þá og þegar það uppgötvast, þá þegir enginn í vísindasamfélagið.

Það er þar sem Páll bullar vísvitandi til að fífla lesendur sína.

Það má vel vera að það sé eitthvað samsæri í gangi hjá kínverskum stjórnvöldum, samsæri og þöggun liggur í eðli stjórnarhátta þeirra, en vísindasamfélagið tekur ekki þátt í þeim skollaleik.

Eða eins og ég sagði, til þess gaf guð okkur vitið til að greina okkur frá öpum, er að við notum það.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2021 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband