Arnar Þór og ógnin við frjálsa orðræðu

Arnar Þór Jónsson býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi, Kraganum. Arnar Þór hefur að liðnum árum talað fyrir mikilvægum samfélagsmálum, ekki síst fullveldinu. Þá er hann óhræddur að hugsa sjálfstætt, samanber texta hér að neðan sem tekinn er úr grein Arnars Þórs.

Við þurfum menn eins og Arnar Þór á alþingi.

Lausleg athugun leiðir í ljós að allir þingflokkar á Alþingi Íslendinga vilja kenna sig við frjálslyndi. Þrátt fyrir allt framangreint verður ekki betur séð en að til hliðar við allt frjálslyndistalið þrífist annars konar pólitísk hugsun (jafnvel innan vébanda sumra stjórnmálaflokanna), sem er í öllum meginatriðum ófrjálslynd. Vaxandi áhrif slíkrar stjórnlyndrar hugsunar eru verulegt áhyggjuefni því með ráðríki, drottnunargirni og valdboðum er grafið undan stjórnarháttum sem byggjast á rökræðu og samkomulagi. Reglulega gefast tilefni til að spyrja hvernig frjálslyndið er virt í framkvæmd; hvort greina megi pressu frá fámennum hópi sjálfskipaðra siðgæðisvarða og/eða menningarvita sem vilja stjórna því hvernig aðrir tala, skrifa og jafnvel hugsa. Búum við í reynd við fámennisstjórn í þessum efnum, þar sem áherslan er ekki lengur á mikilvægi þess að hver og einn fái að velja eigin sannfæringu, heldur velji aðeins þá sannfæringu sem henni/honum ber að hafa? Er þá stefnt að fjölbreytileika í öllu nema skoðunum? Valdboðsstjórn þeirra sem telja sig hafa höndlað sannleikann er í stuttu máli ógn við frjálslynt lýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Umræðan sem var eins og við þekktum hana er nánast dauð. Nú er svo að segja allt sem fólki segir tákn - um gæði eða illsku. Það eru reyndar margfalt fleiri neikvæð tákn í umferð sem fólk forðast eftir bestu getu til að vera ekki tekið úr umferð félagslega. Lífið er nógu erfitt og flókið fyrir, þótt fólk fari ekki að tala af sér fyrir lífstíð. En í gamla daga þegar allt var látið flakka var það eins og dansa, klífa kletta detta og standa upp aftur. Eftir því sem fólk varð oftar fótaskortur á tungunni og gerði fleiri mistök, náði það betri tökum á tungunni, dansinum, bilaviðgerðunum eða hverju svo sem fólk tók upp á.

Benedikt Halldórsson, 4.6.2021 kl. 13:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hugtakið frjálslyndi merkir - við viljum ganga inn í ESB - hjá Samfylkingu, Pirøtum og Viðreisn og hjá ESB deild Sjálfstæðisflokksins. VG skilur ekki hugtakið frjálslyndi, eins og Svandís og Guðmundur Ingi eru talandi dæmi um, og reynir ekki að fela það. .

Nái rödd Arnars Þórs í gegn, þá er von að kúrsinn verður réttur og hugtakið standi undir merkingu. 

Ragnhildur Kolka, 4.6.2021 kl. 20:14

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Auðvitað er það þvílíka fyrran að þessi "dómari" ættli nú að bjóða sig fram.

Ekki nóg mep að viðkomandi sé fastur gestur á miðlið er rímar við flögu [væntanlega búið að útskúfa höfundi þaðan, enda lítið af frétta] og fáí að þar að að spúa eins og gamall Zetor, þá er hér kominn enn einn "dómari" sem getur ekki unnið eitt, mjög vel launað starf í boði okkar allra sem enn borga sinn skatt , óháð öllum Sjöllunum, (Kolka hvað með "báknið burt ?) þá vill viðkomandi bæta við sig frekari störfum.

Veit um einn fyrrum dómara sem höfundur og frú Kolka halda mikið uppá, sem hefur einmitt gagnrýnt þetta framferði svokallaðara "dómara", sjá hér: https://www.visir.is/g/20212109723d/haestarettardomarar-notfaeri-ser-breytta-stodu-til-ad-sinna-odrum-umfangsmiklum-storfum

Auðvitað er hér rakið dæmi um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vinnu. Búið að skipa einn sem æviráðinn dómara, enn einn með rétt flokkskírteini , gott að minnast á son fyrrum formanns Sjalla, já og frænda hans og bezta vin aðals en nú á að toppa vitleysuna og  græja viðkomandi á þing.

Það er aldrei nóg hjá Sjöllum....já og höfundi

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.6.2021 kl. 23:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ertu að leyna því Sigfús að þú bæði hlustar á Útv.Sögu og hringir þangað inn.
pistillinn er um framboð Arnars Þórs og þú segir efnislega "ekki nóg með að hann sé fastur gestur á miðli er rímar við flögu" afhverju þennan flótta,svei mér það minnir á Skrattann sem ekki gat sagt Guðrún varð að vera Garún.
 


Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2021 kl. 03:30

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

How could anyone think that lab origin is a good thing? Well, consider each of the two proposed scenarios:

If SARS2 — the virus that causes Covid-19 — came from nature then, logically, it’s only a matter of time before something like this happens again. And again. And again.

How else could we discover what we’re up against? After all, if SARS2 came from nature, then the biologists who were furiously studying its close relatives were, if anything, too slow and too cautious to protect us.

If, on the other hand, SARS2 emerged from a lab, then the lesson is the opposite. Covid-19 would be, at the bare minimum, the direct result of our failure to heed prior warnings about the possibility of such an accident.

And that’s why we should hope that Covid-19 was caused by human error.

Benedikt Halldórsson, 5.6.2021 kl. 09:26

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það skiptir því öllu máli fyrir mannkynið hvort mistök hafi átt sér stað á rannsóknarstofu eða hvort um er að ræða náttúrulega ófreskju sem mun tortíma okkur. 

Benedikt Halldórsson, 5.6.2021 kl. 09:30

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eiginmaðurinn kom heim eftir vinnu á málningarverkstæðinu, útataður í málningu frá toppi til táar.

Konan spyr: Æi, varð óhapp í vinnunni elskan?

Maðurinn svarar: Nei, en á leiðinni heim kom leðurblaka fljúgandi með málningarfötu og missti hana yfir mig.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2021 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband