Lygari til leigu í framboði

Óopinbert starfsheiti almannatengla er ,,lygari til leigu." Kemur það til að almannatenglar selja þjónustu sína að hygla einum en fordæma annan í opinberri umræðu. Eða, svo notað sé orðalag úr Njálu, berja í brestina og selja ónýt málefni sem þjóðþrifamál.

Almannatengill sækist eftir eftir öruggu þingsæti Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni. Eðli málsins samkvæmt veit alþjóð ekki hverra hagsmuna almannatengillinn gengur í prófkjörinu. Hagsmunaskrá almannatengla liggur í bankareikningum þeirra og þeir eru ekki opnir almenningi til athugunar.

Síðast þegar að var gáð gekk tengillinn erinda þeirra sem vilja framselja frumburðarrétt Íslendinga til Brussel með þriðja orkupakkanum.

Í lýðfrjálsu landi er öllum heimilt að sækjast eftir umboði almennings. Að sama skapi er almenningi frjálst að synja mönnum umboðs sem ekki eru trúir almannahag. 


mbl.is Slegist um efstu sætin í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband