Millistéttin hallar sér til hægri og þjóðhyggju

Hægribylgjan í bresku kosningunum er ótvíræð. Íhaldsflokkurinn tekur Verkamannaflokkinn í bakaríið, jafnvel í kjördæmum þar sem vinstrimenn áttu sigurinn vísan í áratugi.

Skammtímaskýringar, t.d. farsóttin og vel heppnaðar varnir íhaldsstjórnar Boris Johnson gegn henni, eru hluti kosningasigurs hægrimanna. En það eru heil fimm ár síðan Bretar undir forystu hægrimanna ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið og kusu Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Strandhögg hægrimanna í gömul vígi vinstrimanna hófst einmitt með Brexit. Þjóðhyggja, sú hugsun að staðbundið vald samfélags sem deilir sömu gildum og siðum, fékk staðfestingu i baráttunni gegn Kínaveirunni. Bretar náðu árangri en Evrópusambandið klúðraði. Jafnvel æðstu embættismenn í Brussel viðurkenna það.

Hægrimenn leiða endurreisn þjóðhyggju gegn alþjóðahyggju og sjálfhverfustjórnmálum vinstrimanna.

Millistéttin sér mótsögnina í málflutningi vinstrimanna, sem í einn stað boða alþjóðaríkið en í annan stað að sérhver einstaklingur sé eyland án samfélagslegrar ábyrgðar.

Brexit og farsóttin senda sömu skilaboð. Frelsi, velferð og mannréttindi eru aðeins tryggð í samfélagi með lögum og reglum. Það er þjóðhyggja og þar liggur framtíðin.


mbl.is Kutarnir á loft í Verkamannaflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband