Falsfrétt á RÚV: ESB-vandræði má ekki nefna

Viðtengd frétt á mbl.is er um stjórnarkreppu í Finnlandi vegna björgunarpakka sem Evrópusambandið krefst af Finnum. Eins og fyrri daginn er ESB fjárþurfi og krefst framlaga.

RÚV er með sömu frétt en þar er ekki vikið einu aukateknu orði að ástæðu pólitísku kreppunnar í Finnlandi. Í allri fréttinni, sem er ítarleg, er ekki eitt einasta orð um fjárkröfur ESB á hendur Finnum. RÚV segir:

Einkum er tekist á um efnahagsaðgerðir næstu ára til að koma landinu út úr COVID-kreppunni og fjármögnun þeirra aðgerða, ekki síst um hversu langt ríkissjóður eigi og megi teygja sig í lántökum í þessu skyni.

Eins og nærri má geta eru Finnar sjálfir með á hreinu að fjárkröfur Evrópusambandsins er ástæða stjórnarkreppunnar Sendum ESB sterk skilaboð, segir í umfjöllun þarlendra fjölmiðla.

RÚV hefur löngum verið miðstöð ESB-áróðurs á Íslandi. Falsfréttir eru sérgrein þeirra á Efstaleiti.


mbl.is Harðar deilur á finnska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo lengi sem ég man hafa fréttir ríkisútvarpsins verið vinstri litaðar. Út af fyrir sig hrollvekjandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2021 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband