Hreinsanir í Moskvu, afsakið, Washington, og þöggun

Stuðningsmenn Trump missa vinnuna, eru reknir, segir bandarískur fréttamiðill. Kröfur er um að við valdatöku Biden og demókrata beiti alríkið sér gegn embættismönnum sem teljast hallir undir forsetann. Þá er kominn listi yfir samfélagsmiðla sem meina forsetanum og liði hans aðgang að opinberri umræðu.

Söguleg tíðindi atarna. Í Moskvu á millistríðsárunum og í Austur-Evrópu í kalda stríðinu stunduðu valdhafar reglulega hreinsanir og þöggun á fólki og hugmyndum sem hverju sinni voru ekki að skapi.

Bandaríska ríkisvaldið í samvinnu með stærstu tæknifyrirtækjum heimsins virðast ætla að ganga skipulega á milli bols og höfuðs, í óeiginlegum skilningi, á forseta og 70 milljónum kjósenda. Og Bandaríkin eru sem sagt fyrirmyndarríki lýðræðis og mannréttinda.

Allt getur þetta ekki endað nema illa, bæði fyrir Bandaríkin og heiminn allan. Ekkert gott kemur út úr ofsóknum á hendur fólks sem hefur aðrar pólitískar skoðanir en ráðandi öfl.

Það er sundurlaus hjörð sem sameinast gegn Trump og fylgismönnum hans. Ef það tekst að króa Trumpista af og setja þá í skammarkrókinn munu nýju valdahóparnir berjast innbyrðis um hver sé mestur og réttlátastur. Ef Trumpistar ná vopnum sínum dýpkar og versnar menningarstríðið í Bandaríkjunum.

Fyrir áhorfendur að sjónleik stjórnmálanna fer í hönd stórkostleg veisla. Það verður hægt að fylgjast með í beinni á upplausn stórveldis. En maður kennir í brjósti um aumingja fólkið sem verður fyrir barðinu á þeim óreiðutíma sem genginn er í garð.


mbl.is Sakar Twitter um þöggun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Eftir nýlega mjög heimskulega færslu þína um kóvid, og samhengið sem þú settir á milli óhjákvæmilegra andláta á hjúkrunarheimilum og bólusetninga, og þess alvarleika sem drepsóttin er, þá átti ég hreinlega ekki von á þeim styrk sem þú ert búinn að sýna undanfarna daga.

Það tekur á þegar kóngur breytist í hirðfífl, þeim mun meiri er gleðin þegar kóngurinn kom til baka, mun sterkari en fyrr, og var þó sterkur fyrir.

Virkilega góðir pistlar og greiningar á atburðum vestra, og stundum hrein snilld í örtjáningu, hrein kennsla fyrir okkur hin.

"Fyrir áhorfendur að sjónleik stjórnmálanna fer í hönd stórkostleg veisla. Það verður hægt að fylgjast með í beinni á upplausn stórveldis. En maður kennir í brjósti um aumingja fólkið sem verður fyrir barðinu á þeim óreiðutíma sem genginn er í garð.".

Þetta kallast að hitta naglann.

Takk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 18:11

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðan pistil.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2021 kl. 20:44

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sælt er að súpa súrt að gjalda. Hrædd er ég um að demókratar eiga eftir að súpa seiðið af þessum gjørning,en þeim er fjandans nær, því Hollywood og fræga fólkið stendur á øskrinu á Twitter - "F***ing shoot them all." Og þessi ummæli fá að standa óáreitt ásamt øðrum slíkum frá erkiklerkinum í Íran. 

Ragnhildur Kolka, 9.1.2021 kl. 21:47

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Demókratar neituðu að gagnrýna Antifa og BLM fyrir ofbeldisverk þeirra á síðasta ári þar sem eldar voru kveiktir, brotist var inn í verslanir og stálu öllu steini léttara auk þess sem fólk var ofsótt einkum ef það voru stuðningsmenn Trumps og heilu hverfin þurftu að lúta stjórn þessara öfgahópa í borgum og ríkjum undir stjórn demókrata.

Nú þegar Antifa kemur og lætur líta svo út að þeir séu Trump sinnar þá er Trump kennt um ofbeldi og yfirgang, hann sagður hvetja til uppþota, en sú er ekki raunin.

Demókrötum er ekki viðbjargandi. Verði Biden svarinn inn sem forseti þá er tími kommúnismans runninn upp í Bandaríkjunum. Þá eru líkur á að Kamila Harris muni losa sig við Joe við fyrsta hentugleika, en talið er að hann muni ekki geta setið lengi.

Ég tek undir að allar líkur eru á að sundurþykkja muni einkenna störf Demókrata.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.1.2021 kl. 22:35

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Það verður hægt að fylgjast með í beinni " ekki viss um það því að þrátt fyrir að allir virðast hafi verið með farsímann á lofti þá eru þetta alltaf sömu myndirnar sem eru birtar. Mun meira af myndefni er að finna af mótmælum við Covid takmörkunum i Danmörku í gær

Grímur Kjartansson, 10.1.2021 kl. 05:26

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Freiri ruglaðar kellingar að skemma internetið.

https://www.youtube.com/watch?v=QBGiHZfOheI&fbclid=IwAR3REDY5MG2jcExcJyjKS-5yu7wjCZuifoDfp0MnvC_0uXoCEAGOEkPW6hk

Guðmundur Jónsson, 10.1.2021 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband