Vinstri grænir: kerfi eru góð, fólk er vont

,,Ég hef metnað til [...] land­vörslu og upp­bygg­ingu innviða sem skýla nátt­úr­unni.“

Ofanritað er tilvitnun í grein náttúruráðherra Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson. Guðmundur þykist vita meira um náttúruna en aðrir. Það sem verra er þá er Guðmundur Ingi grillufangari að hætti róttækra vinstrimanna sem trúa á kerfi en er fremur illa við fólk.

,,Innviðir" í tilvitnaðri setningu er annað orð yfir kerfi, stjórnkerfi í þessu tilfelli, sem á að ,,skýla" náttúrunni. Frá hverju? Með leyfi að spyrja. Jú, auðvitað frá fólki, almenningi.

Við sem byggjum þetta land eigum náttúruna saman. Ef það á að takmarka eða hindra aðgang okkar að henni með nýju opinberu kerfi þarf að standa betur að málum en hingað til. Ein hörmungin sem Guðmundur Ingi og sálufélagar hans hafa boðið upp á er þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi. Það er manngerð kerfishörmung með Disney-skiltum, malbiki og klósettskúrum sem ónýta reynsluna af heimsókn þangað. 

Grillufangarar eins og Guðmundur Ingi og vinstri grænir sóttu einu sinni í smiðju Karls Marx en núna skipa þeir sér í sveit Grétu Thunberg. Í báðum tilfellum eiga kerfi að brjóta frjálsa einstaklinga undir manngerða ,,innviði". Í sögulegri tímalínu liggur Gúlagið á milli Marx og Thunberg.

Nei, takk, Guðmundur Ingi, við þurfum ekki þína vörslu og innviði. Samfélagið batar ekki með nýjum kerfum. Fólk er almennt gott, þú áreiðanlega líka. Aftur eru sumar hugmyndir vondar. Þær eigum við að varast.

 


mbl.is Ákvörðun um verndun náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel mælt. Kommarnir þola ekki einstaklinginn sem persónu. Í gamla daga var það mannkynið sem allt byggði á. Nú er það náttúran og innviðirnir. Er það smæð þeirra sjálfra sem hræðir þá svona óstjórnlega? 

Ragnhildur Kolka, 9.1.2021 kl. 14:09

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Vantar VG menn ekki bara þægilega innivinnu

Emil Þór Emilsson, 9.1.2021 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband