Kófið, opin samfélög og lokuð

Öðrum þræði eru sóttvarnir samfélagsverkfræði. Yfirvöld í hverju þjóðríkinu á fætur öðru meta hversu langt má ganga í lokun áður en upp úr sýður. Þolinmæði almennings er viðmiðið. Hversu mikla sýkingu almenningur þolir annars vegar og hins vegar hve miklar lokanir.

Drög að niðurstöðum tilrauna með samfélagsverkfræði liggja fyrir. Ein er að ríkisvaldið í vestrænum ríkjum er sterkara en af var látið. Ekki er langt síðan að samhljómur var um að alþjóðavæddur markaður í einn stað og í annan stað alþjóðastofnanir myndu ganga af þjóðríkinu dauðu. Kófið sýnir á hinn bóginn þjóðríkið sterkt og tilbúið til átaka.

Önnur niðurstaða er að vinstrimenn í töluverðum mæli rífa sig lausa frá bandalagi við frjálslynda um opið samfélag og krefjast harðari lokunarstefnu en hægrimenn. Þetta sést á jafnólíkum stöðum og Íslandi og Nýja-Sjálandi.

Samfélög geta bæði lokað sig út á við, gagnvart umheiminum, og inn á við með takmörkunum - lokunum - á innlendri starfsemi.

Sterkara ríkisvald, og hvernig á að beita því, verður sennilega fyrirferðamikið pólitískt álitamál þegar kófi linnir.


mbl.is „Hollandi verður lokað í fimm vikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hömlur og lokanir eru tvö próf sem elítan leggur á fólk þessa dagana. Annars vegar er það spurning um hversu langt sé hægt að ganga að / stjórna fólki og hins vegar að brjóta niður mótstöðuafl og vilja fólks til að lifa sjálfstæðu lífi.

Allt er þetta undirbúningur undir það sem koma á samkvæmt "The World Economic Forum" sem hefur verið að undirbúa nú í mörg ár "The Great Reset" en með því verða lagðar enn meiri hömlur á almenning.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2020 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband