Lilja niðurgreiðir Helga og Viðreisn

Helgi Magnússon fjárfestir gerir út stjórnmálaflokk, Viðreisn, og útgáfu, Fréttablaðið og fleiri miðla. Samlegðaráhrif eru töluverð. Fjölmiðlaútgáfa styður við flokksútgerð og á alþingi eru sett lög sem m.a. hafa áhrif á fjölmiðla.

Nú setur Helgi 600 milljónir í útgáfuna enda kosningaár í vændum. Allir raftar skulu á sjó dregnir. Helgi útskýrir að kófið sé ástæðan. Líklega dýrt að láta blaðamenn fylgjast með fundum þríeykisins á einum skjá og skrifa fréttir á annan skjá.

Á alþingi lagði Lilja Alfreðs ráðherra mennta fram frumvarp um fjárhagsstuðning við fjölmiðla. Viðreisn, sem nýlega lagði áherslu á frjálshyggju og einkaframtak, sneri við blaðinu og studdi framlag úr ríkissjóði til fjölmiðla Helga. Samlegðaráhrifin eru sterkari en pólitísk sannfæring.


mbl.is Helgi setur 600 milljónir inn í Torg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sumir tjá sig grimmt, en gera minna af því að fylgjast með. Þeir gera sér til dæmis enga grein fyrir að fjölmiðlar sem að stærstum hluta reiða sig á auglýsingatekjur, verða fyrir miklum tekjusamdrætti þegar þessi tekjustofn dregst stórlega saman vegna þess að aðrir, sem gera sér heldur enga grein fyrir samhengi hlutanna, ákveða að drepa samfélagið í dróma.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.12.2020 kl. 11:53

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott ef útgáfufyrirtæki þess miðils sem heldur úti og mögulega greiðir höfundi fyrir sitt framlag sitt á þessum vegg, hafi fengið 100 milljónir í stuðning. 

Mun höfundur skrifa um það ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.12.2020 kl. 12:49

3 Smámynd: Halldór Jónsson

I hvaða formi skyldu þessar 600 milljónir vera? Töpuðum skuldabréfum? Skrautsýning fremur en peningar?

Halldór Jónsson, 14.12.2020 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband