Fjölmiðlar ákveða forseta

,,Nú hafa frétta­veit­ur lýst því yfir að Joe Biden muni standa uppi sem sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna."

Sniðugt að fjölmiðlar ákveði hver skuli vera forseti Bandaríkjanna.

Eigum við ekki að láta íslenska fjölmiðla ákveða næstu ríkisstjórn hér á Fróni?

Sparar helling og fólk veit hvort eð er ekki hvað því er fyrir bestu. Fjölmiðlar, aftur á móti, bera viskuna í þverpokum og kunna skil á góðu og illu, réttu og röngu. Voldugt bandarískt tímarit kaus árið 1936 mann ársins sérstakan fulltrúa góðmennskunnar í heiminum. 


mbl.is Hvað gerist næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eigingjarnt fólk sem miðar allt út frá sjálfu sér, er í raun nákvæmlega sama um heiminn, hvað sem líður auglýstri umhyggju. Afstaða þess til heimsmála er barnalega sjálfhverf og hættuleg. Það er eins og fólkið geti ekki eða vilji ekki skilja að sumir eru einfaldlega ekki á sömu skoðun. Það hættir jafnvel að eiga samskipti við ættingja sem eru á annarri skoðun og hjálpar að ofsækja fólk með rangar skoðanir. Slík sérhyggja breiðist út um heiminn eins og svartidauði með hjálp fjölmiðla sem verða að hugsa um afkomuna og tryggja sig gegn ofsóknum. Smátt og smátt þagna aðrar skoðanir eftir því sem sérhyggjan vex - reyndar eins og snjóbolti upp á síðkastið. 

Það er sorglegt hvað forseti og forsætisráðherra eru ósjálfsstæð, þau falla fyrir fjölmiðlum sem réðu of miklu um gang mála en eiga nú heiminn þessa daganna. Það veit á hörmungar. 

Það er ekki allt með felldu og fráleitt að afgreiða ritskoðun og ofsóknir á einfaldan og þægilegan hátt. 

Venjulegt fólk sættir sig við tap. Íþróttafólki er kennt að taka sigri jafnt sem ósigri. Sérhyggjufólkið kann hvorki að sigra né tapa. Það grætur og reitir hár sitt, öskrar og lætur öllum illum látum þegar frambjóðandi þeirra tapar. Þess vegna tilkynntu fjölmiðlar að Biden hefði unnið, jafnvel þótt eftir sé að úrskurða um grunsemdir um kosningasvindl. Ef svo ólíklega vildi til að Trump yrði dæmdur sigurinn, myndi hann aldrei komast inn í Hvíta húsið vegna skrílsins sem kann ekki að tapa. 

Hverju er verið að fagna? Sú pólitík sem demókratar stunduðu er dauð en allt snérist um "identity politic". Demókratar eru í sárum á þingi. Jú, það verður fagnað í nokkra daga en svo tekur alvaran við. Klerkarnir í Íran eru glaðir með Biden, einnig Erdogan. 

 

Erdogans Jihad on "Infidel Europe"

The next US administration will surrender to the Iranian nation

Palestinians threaten Israel: Either Palestine, or a fire for a generation

Iran celebrating a "Joe Biden victory"

Israeli minister warns of war if Biden returns to Iran Deal

Is Turkey awaiting US election to threaten Israel? – analysis

10 ways a Biden win rattles Israel, Palestinians, Middle East – analysis

Tuesday’s Big Loser: Identity Politics

Will the Biden-Harris Administration be as Bad for Israel as the Obama-Biden Administration Was?

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 08:07

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Macron er eini leiðtogi vestirlanda sem þorir að horfast í augum við ógnina. Eiga forsetar að halda falleg ávörp öðru hvori svo fólki geti liðið vel og haft það kósí. Jú, eigum við ekki bara að stunda samstöðu og banna fólki að hafa aðrar skoðanir til að trufla ekki kærleikssamstöðuna? Því fallegri sem ávörpin eru því meiri verður ófriðurinn í heiminum. Erdogan og hans líkar telja þau veikleikamerki og nú bíða þeir þar til það er alveg öruggt að Biden er kominn inn í Hvíta húsið, þá byrjar ballið aftur eins og það var í tíð Obama/Biden.

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 08:28

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta samstöðull er mesti þvættingur allra tíma. Vandamálið er fólkið sem þolir ekki skoðanir annarra og vill útrýma þeim. Fullorðið fólk þolir allar skoðanir, það er bara ósammála hvort öðru, það er allt og sumt, og því engin þörf á heykvíslum og útrýmingu rangra skoðana. 

Bill Maher: No President Can Unite Us. We Have To Unite Ourselves.

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 08:47

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Samstöðubull

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband