Síðustu dagar lýðræðisins

Þegar Trump fékk kjör sem forseti 2016 runnu upp síðustu dagar lýðræðisins, var viðkvæðið. Í þrjú ár reyndu frjálslyndir vinstrimenn og fjölmiðlar að telja alþjóð trú um að í raun væri Pútín rússneski sigurvegari kosninganna.

Ef Biden nær kjöri 2020 skyldi ætla að endurreisn lýðræðisins væri efst á dagskrá. Að hér væri kominn maður fólksins, maður sátta og fyrirgefningar, hófsemi og réttlætis.

Biden er lægsti samnefnari sem Trump-andstæðingar gátu fundið með möguleika á ná kjöri sem forseti. Sigur Biden verður sá minnsti mögulegi og tortryggður með ásökunum um kosningasvindl.

Sverji Biden embættiseið í janúar verður hann elsti maðurinn í allri sögu Bandaríkjanna til að verða nýkjörinn forseti.

Eftir Trump verður enginn andstæðingur til að sameinast gegn. Hvað gera bændur þá? Nú, vitanlega það sem rétttrúaðir gera alltaf þegar þeirra er himnaríkið. Þeir byrja að fljúgast á innbyrðis. Lægsti samnefnarinn á öldrunarlyfjum mun eiga fullt í fangi með að skakka leikinn.

Fyrsta krefjandi verkefni nýkjörins forseta verður þó á alþjóðavettvangi. Kínverjar, Pútín í Rússlandi, Erdogan í Tyrklandi og Brussel-söfnuðurinn munu hver í sínu lagi freista þess að bæta vígstöðuna eftir rússíbanareið Trump-áranna. Ef skilaboðin frá Washington verða óskýr og veik eykst ófriðurinn.

Í kjallara Hvíta hússins gæti leynst uppskrift að endurreisn lýðræðisins. En maður þarf að vera sæmilega lyfjaður til að veðja á það. Síðustu dagar lýðræðisins er öruggara veðmál 2020 en það var 2016.

 


mbl.is „Þetta er tíminn til að græða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski stóra spurningin hversu lengi Biden mun gegna embætti forseta BNA, eða hvort hann yfirleitt nái að sverja embættiseið. Hvort það muni ekki falla í hlut Camillu Harris.

Hún á sannarlega sögu um hvernig skuli taka á þeim "óþekku", var jú saksóknari fyrir þann tíma er hún settist á þing. Miðað við störf hennar á þeim tíma er ljóst að lítið verður  um sátt milli fylkinga í Bandaríkjunum og að heiminum mun standa ógn af.

Gunnar Heiðarsson, 8.11.2020 kl. 11:39

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er áberandi hvað margir til vinstri eru sjálfmiðaðir. Það er eins og það sé ekkert samhengi, bara "mín skoðun" sem er heilög og svo "skoðanir hinna" sem þarf að útrýma. "Við munum aldrei gleyma því fólki sem studdi Trump, gerum nafnalista og sjáum til þess að..." í svona hatursdúr er sjálfhverfa umræðan í bandaríkjunum eftir "sigurinn". Íslensk móðir segir á netinu að vonandi þurfi hún aldrei að segja börnum sínum frá Trump! 

Ég kalla svona sérhyggju. Kannski eru til önnur orð yfir "sérhyggjuna" en eitthvað verður helvítis hundurinn að heita. Kannski hefur sérhyggjufólkið ekki lært að greina á milli sinna "þarfa" heima hjá mömmu sem var alheimurinn og svo raunverulega heimsins en þar er enginn mamma sem hringsnýst um litla sólargeislann, sem getur ekki hugsað sér að standa einn og yfirgefinn - munaðarlaus. Hann þarf að hafa eitthvað haldreipi og öryggi. Múgurinn verður að mömmu, vöggustofusósíalisma, marxisma, nasisma. Ekki það? Jæja, hver svo sem skýringin er kemur það út á eitt.

Annað hvort eru skoðanir réttar eða rangar eins og hjá mömmu hjá sérhyggjufólkinu. Það nötrar af "réttlátu"  hatri í garð þeirra sem eru röngu megin eða hinum megin. Það vottar ekki fyrir efasemdum þegar fólk sem eru hinum megin er ofsótt og rekið úr vinnu fyrir "rangar" skoðanir. Það er nær ómögulegt að rétta kúrsinn vegna þess að sérhyggjufólkið er lygilega sannfærandi. Það trúir. Múgurinn treður gildismati sínu yfir á aðrar "kristnar" þjóðir en lætur "Íslam" afskiptalaust. Engin í múgnum getur tekið af skarið. Embættismannakerfið lagar sig mjúklega að tíðarandanum á vesturlöndum, í Kína, í Rússlandi og í Norður Kóreu og viðheldur honum.

Vinir, vinnufélagar, ættingjar eða skynsamir flokksfélagar forðast átök vegna þess að rök eða staðreyndir hafa ekkert að segja. "Sá vægir sem vitið hefur meira" er það ekki?  Nei, það á einmitt að ögra sérhyggjufólkinu með því að hver og einn segi sína meiningu og hætti meðvirkni. Það er eins og sérhyggjufólkið geri engan greinarmun á árásum með vopnum eða orðum. Orð hafa eina merkingu. "Hatursorð" geta ekki haft aðra merkingu en þá sem nemur eigin skilningi, ekki frekar en að fólk geti verið eitthvað annað en yfirborðið.

Það skilur hvorki tvíræðni né grín. Það lærir "grín" og "hæðni" utanbókar. Allir "skemmtiþættir" eru sniðnir að sérhyggjufólkinu. Sami brandarinn um Trump gengur árum saman. Það skilur bara alls ekki að þjóðarleiðtogi eins og Trump er ekki endilega sá sami og persónulegi stílinn sem hann hefur tamið sér í samskiptum. Forsetinn hefur í mörg horn að líta, hann getur ómögulega verið persónulegur og kósi forseti fyrir hvern og einn upp í sófa á Íslandi. Hvað með kjósendur hans? Hvernig væri að reyna að skilja þá? Af hverju er Trump annars svona nálægur á Íslandi eins og hann sé fullur og dónalegur frændi sem er sífellt að koma í heimsókn? Hefur heimurinn ekkert stækkað frá stofunni heima hjá mömmu? 

Sérhyggjufólkið er alveg fyrirmunað skilja ögranir og tvíræðni, að allir séu ekki fyrirsjáanlegir og þægilegir eins og mamma. Trump er langt í burtu og á ekki að framkalla jafn sterk tilfinningaviðbrögð og raun ber vitni. En það hefur sýnt sig að ekki þarf mikið til að framkalla kast og ofsafengin viðbrögð múgsins vegna einhvers sem einhver annar segir eða bara hver sem er, sem yfirleitt er misskilið en það er ekki hægt að leiðrétta það eftir á, með samræðum fullorðins fólks. Hann sagði það sem hann sagði, það var særandi, punktur. 

Það er hægt að kynnast örfáum náið en í heiminum er milljarðar af fólki. Þess vegna er svo mikilvægt að setja sig í spor annarra, án ást/haturs tilfinninga og án þess að rugla eigin "þörfum" inn í heimsmálinn. 

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 14:19

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ofsóknir eru orðaðar fallega en meiningin er alltaf sú sama hjá sérhyggna fólkinu sem skilur ekki að fólk hefur mismunandi skoðanir, hótunin er alltaf í nafni sameiningar eins og í einræðisríkjum, þar sem fólk þarf að sameinast um eina ríkisskoðun: Annað hvort eru sammála okkur eða við hefnum okkur grimmilega.

"Lets remember that tens of millions of people voted for the status quo, even when it meant supporting lies, hate, chaos, and division. We ve got a lot of work to do to reach out to these folks in the years ahead and connect with them on what unites us."

Benedikt Halldórsson, 8.11.2020 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband