Íslenskur Joe Biden boðar valdarán

Valdarán er nauðsynlegt til að knýja framgang nýrrar stjórnarskrár, segir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður í álitsgjafaviðtali á Bylgjunni. Björn Bjarnason birtir orðrétta tilvitnun í Ragnar.

Ráðsettir hvítir karlar með byltingu og valdarán á vörum fá áheyrn. Joe Biden í Bandaríkjunum og Ragnar Aðalsteins á Íslandi.

Einu sinni mátti treysta að öldungar byggju yfir visku kynslóðanna. Öldrunarlækningar eru aftur komnar á það stig að gamalmenni tala eins og gelgjur. Stutt er í að hvítir karlar verða eilífir. Áhöld eru um hvort það megi kallast framfarir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil nýja stjórnarskrá;

en ég vil nýta tækifærið  og taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi

eins og er í frakklandi,

þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti þá að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð

með því að leggja sjálfur af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum;

þannig myndi hann vinna fyrir laununum sínum.

=Að völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir

myndu þá haldast betur í hendur frá A-Ö..

Jón Þórhallsson, 26.10.2020 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Til að leiðrétta höfund, þá er greinilegt að hann hefur ekki heyrt ágætt viðtal, höfudur líklega verið að horfa á RÚV en það sem Ragnar sagði og er mikilvætt að til þess að gera þær breytingar sem íhaldsfólk, höfundar og flestir gestir hans vilja alls ekki gera, þá GÆTI sú aðferð að taka völdin af þinginu flokkast sem valdarán án blóðsúthellinga

Ragnar Aðalsteinsson boðaði ekki valdarán. 

Kannski skipta staðreyndir höfund minna máli.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2020 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband