Svört líf bandarísk og svartar skoðanir íslenskar

Svört líf skipta máli er öfgahreyfing í Bandaríkjunum með það að markmiði að ganga milli bols og höfuðs á kjarnafjölskyldunni og valda samfélagsupplausn með ásökunum um rasisma. Þeldökkir Bandaríkjamenn eins og Larry Elder og Coleman Hughes gagnrýna kenninguna um kerfislægan rasisma, sem er hornsteinn hugmyndafræði Svartra lífa er skipta máli.

Víkur nú sögunni til Íslands. Anna Karen Jónsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudag með fyrirsögninni ,,Rasismi og affjármögnun lögreglu."

Grein Önnu Karenar er vel rökstudd gögnum og tölum og þarft framlag til umræðu sem í eðli sínu er bandarísk en virðist einnig eiga hljómgrunn á Fróni.

Viðbrögðin við grein Önnu Karenar eru stórundarleg, svo ekki sé meira sagt. Í stað þess að ræða efni greinarinnar stunda sjálfskipaðir talsmenn Svartra lífa er skipta máli persónuníð og saka höfund um rasisma og fleira ógeðfellt.

Svört líf eru ekki mörg á Íslandi en kappnóg er af svörtum skoðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er víst tabú að segja að Íslendingar séu fáfróðir,  en þegar maður les sumt sem sagt er um Önnu Karen og grein hennar getur maður ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu.

Ragnhildur Kolka, 27.9.2020 kl. 17:41

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

það þarf nú ekki að leita mikið eða lengi til að finna þetta

https://fee.org/articles/black-lives-matter-s-goal-to-disrupt-the-nuclear-family-fits-a-marxist-aim-that-goes-back-a-century-and-a-half

á meðan ég er almennt mjög hlyntur jafnrétti allra þá hringir þetta viðvörunarbjöllum hjá manni.

 

Emil Þór Emilsson, 27.9.2020 kl. 22:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

.... rasískar greinar og hampar rasistum sem er kannski ekki skrýtið þar sem Davíð sjálfur er rasisti og hefur ítrekað talað gegn fjölmenningarsamfélaginu og kallaði fyrrverandi forseta Bandaríkjanna eitt sinn "múlatta".

Þessi grein Önnu Karenar Jónsdóttur er þó jafnvel innan um þær greinar sérlegur subbuskapur. Ólíkt bleiðum eins og Jóni Magnússyni og Páli Vilhjálmssyni, sem reyna iðulega að breiða yfir rasisma sinn með orðagjálfri, þá fer Anna Karen ekki í neinar skotgrafir með sína kynþáttafordóma gegn svörtu fólki.

Það má velta því fyrir sér hvort sé betra að fólk séu yfirlýstir rasistar eða séu í felum með það. Síðarnefnda tegundin hefur a.m.k. verið talin hættulegri á undanförnum áratugum.

Anna Karen hefur engan skilning á stöðu svartra í heiminum. Hún virðist ekki skilja að svartir hafa átt gríðarlega undir högg að sækja og hefur staða þeirra því miður ekki batnað nægjanlega. Þó opinber mismunun á grundvelli litarháttar hafi fyrir löngu verið bönnuð víðast hvar þá hefur kerfislægi rasisminn aukist frammúr öllu valdi.

Það sem á að gera í þessu máli er að draga gömlu vofuna hann Davíð Oddsson fyrir dómstóla sem ábyrgðarmann fyrir þessum hatursáróðri semog Önnu Karenu Jónsdóttur. Fyrrum staða Davíðs Oddssonar sem forrsætisráðherra og seðlabankastjóra virðist verða þess valdandi að maðurinn er algjörlega friðhelgur fyrir því að brjóta meiðyrðalöggjöfina og hatursglæpalöggjöfina eins oft og honum sýnist.

Nú verður það að breytast.

 

....Stundum gengur mannvonska heillar fjölskyldu á milli ættliða. Anna Karen Jónsdóttir skrifaði í dag mjög rasíska grein í Morgunblaðið þar sem hún úthúðaði svörtu fólki og sagði það vera annars flokks á við hvíta. Afi Karenar er Halldór Jónsson, sem hefur eins og Anna Karen, stundað það árum saman að úthúða svörtum, múslimum og í raun öllum sem ekki eru hvítir á síðum Moggabloggsins. Sonur hans og föðurbróðir Önnu Karenar er barnaníðingurinn Þorsteinn Halldórsson.

Þarf ekki eitthvað að taka til í þessum garði áður en hafist er handa við sköpun "hins 1000 ára ríkis hreinna aría"?

 

Gunnar þessi Hjartarson er góður fulltrúi góðafólksins og skoðanafrelsins og hinnar hreinu hugsunar

Halldór Jónsson, 28.9.2020 kl. 03:26

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein Önnu Karenar er að sjálfsögðu sem köld vatnsgusa á bál-reiða fólkið sem ímyndar sér heiminn eftir eigin höfði. Það þolir því ekki tölulegar staðreyndir, sem allir hafa aðgang að, ef þær stemma ekki við fordómana sem það hefur byggt upp í sameiningu að hætti trúaðra á miðöldum sem börðust upp á líf og dauða við andaverur vonskunnar. Aðrar skoðanir eru villutrú og viðbrögðin við greininni eftir því. 

Benedikt Halldórsson, 28.9.2020 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband