Norskur dugnaður, íslensk vertíð

Bandarísk kona, búsett í Noregi, þakkar norskri hefð hveru vel landið kemur undan farsótt. Hefðin nefnist einu orði, dugnad eða dugnaður. Norðmenn kalla það dugnad þegar samfélag (íþróttafélag, bæjarhverfi eða landshluti) leggst á eitt að koma einhverju í framkvæmd sem horfir til heilla.

Íslendingar búa að sömu hefð. Ótal framkvæmdir hér á landi eru unnar í sjálfboðavinnu af fórnfúsu fólki. En við höfum ekkert orð yfir hugarfarið að baki, segjum einfaldlega að eitthvað sé unnið í sjálfboðavinnu.

Aftur eigum við annað orð yfir átaksverkefni, vertíð. Það er vertíð þegar bjarga þarf verðmætum.

Nú stendur yfir farsóttarvertíð.


mbl.is Smitrakningateymið verður þrefaldað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband