Ferðaþjónustan beitti þrýstingi, ráðherrar voru linir

Ferðaþjónustan beitti þrýstingi til að opna landið hratt og sem mest upp á gátt í sumar. Talsmaður ferðaþjónustunnar getur neitað en ótal fréttir með hamfaralýsingum ferðaþjónustunnar segja annað.

Ráðherrar beygðu sig fyrir þrýstingnum og lækkuðu gjald vegna skimunar úr 15.000 í 9.000 kr.

Veruleikinn er sá að við opnuðum landið of hratt og of bratt.

Einfaldast er fyrir alla viðkomandi er að játa mistökin. Lífið heldur áfram. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lífið heldur ekki áfram í lokuðu landi. Lokað land deyr drottni sínum.

Ferðamennirnir eru ekki vandamálið núna heldur Íslendingar að smita sín á milli. Vandinn er sá að þeir hafa komist upp á lagið með að faðmast og kyssast við öll tækifæri. Maður sá það strax og losað var pínulítið um fjöldatakmarkanir á veitingastöðum. Það var eins og allir hefðu verið í fríi erlendis og kæmu nú fagnandi heim. -ELSKAN, LANGT SÍÐAN ÉG HEF SÉÐ ÞIG- glumdi úr öllum áttum💋💋💋. Veiran,veikindin og allar fortölur þríeykisins fokin út í veður og vind.

Við skulum bara horfast í augu við það að skortur á sjálfsjórn hrjáir okkur Íslendinga.  

Ragnhildur Kolka, 8.8.2020 kl. 14:30

2 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Sammála þér Páll og við eru ekki ein um þessa skoðun.

Það átti að hafa landið lokað fram á haust. Við vorum laus við veiruna og áttum það skilið að slappa af og ferðast innanlands í sumar. 

Nei.. græðgin og skammsýnin tóku við völdum,

Það var ekki bara almenningur sem slakaði á (sem þeir áttu fullann rétt á í veirulausu landi) heldur líka sem verra er ríkisstjórnin sem gat ekki staðið í lappirnar og haldið þetta út. Hún gaf eftir, hlýddi eins og lúbarinn hundur ESB og ferðamannaiðnaðinum, þessar gungur.  

Við eru heldur ekki ein í heiminum og önnur lönd eru að íhuga að loka á okkur, eftir fjölgun smita.

Já lífið heldur áfram, en það hefði getað verið betra en nú blasið við.

Birna Kristjánsdóttir, 8.8.2020 kl. 15:05

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér Birna K. kl15:05

Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2020 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband