Píratar framleiða vantraust

Tilgangur Pírata í stjórnmálum er að skapa vantraust. Hugmyndin að baki er einföld. Í andrúmslofti vantrausts skapast tækifæri fyrir valdsókn uppreisnarafla. Og þar þykjast Píratar sérfræðingar.

Bakland Pírata er óánægjuliðið sem vill að samfélagið skaffi sér lífskjör en er ekki tilbúið að vinna fyrir þeim. Viðhorfið er: ef líf mitt er misheppnað þá er samfélagið sökudólgurinn. Óánægjuliðið lifir á vantrausti. Til að treysta samfélaginu þarf sjálfstraust. Þeir misheppnuðu hafa ekkert sjálfstraust.

Þingmenn Pírata ljúga upp á sig prófgráðum sem samfélagið veitti þeim ekki. Píratar fyrirlíta samfélagið sem þeir þykjast vinna fyrir. Traust er forsenda samfélags.  


mbl.is Mun ekki styðja nýjan formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Aktvivistar, róttækir og aðrir vesalingar sem vilja kollvarpa samfélaginu og byrja upp á nýtt er andfélagslegt fólk sem lærði ekki að taka tillit til annarra  í leikjum jafnaldra sinna - smábarnanna. Róttækasta fólkið býr heima en ef þau fara að heiman vilja þau að vöggustofusamfélagið sjái þeim farborða og beri ábyrgð á öllum samskiptum fólks.

Þau eru alinn upp sem snillingar, prinsar og prinsessur, sem allur heimurinn á að bugta sig og beygja fyrir. Það eru rosaleg vonbrigði þegar venjulega fólkið samþykkir ekki allt eins og mamma.

Þau eru haldin réttlátri reiði út í alla sem eru ósammála snillinni og uppnefna þá sem nasista og rasista.

Prinsar og prinsessur eru alltaf ósammála venjulegu (heimsku) fólki og því alltaf á röngunni miðað við það. Ef venjulega fólkið vill sjálfsstæði vilja þau leggja niður þjóðríkið.

Þau vilja reyndar rústa flestöllu sem hefur áunnist á einni öld eða svo vegna þess að ekkert samráð var haft við þau. 

Fullorðnu dekurbörnin bera enga ábyrgð eru í stöðugum skærum við samfélagið. Ef þau komast í góða aðstöðu eru þau í stöðugum verkföllum.

Foreldrar sem eiga bara einn eða tvo gullmola ofvernda þá og leifa þeim ekki að bjarga sér í leikjum án stöðugra afskipta alltumlykjandi forráðamanna.

Þau taka enga ábyrgð og haga sér eins og börn. Mamma lækar allt sem þau segja og gera, líka þegar fullorðnu smábörnin á miðjum aldri vilja rústa samfélaginu. Þau eru nefnilega svo ofboðslega spes og svo miklir snillingar. Þau eru ekkert venjuleg. 

Benedikt Halldórsson, 18.6.2020 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband