Fyrirtæki þurfa ekki framfærslu, heldur fólk

Ríkið á ekki að fjármagna rekstur fyrirtækja nema þau séu kerfislega mikilvæg. Hótel, veitingahús og innlend ferðaþjónusta eru ekki innviðir sem verða að halda hvað sem á bjátar.

Ríkið á fyrst og fremst að huga að framfærslu fólks. Fyrirtækin eru lögaðilar sem sumir standa vel en aðrir síður, svona eins og gengur í markaðsbúskap.

Fyrirtækin fengu 20 milljarða í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að halda ráðningarsambandi við starfsmenn sína.

Óvíst er hvenær ferðaþjónustan fær á ný hráefni, sem mest eru erlendir ferðamann. Ríkið getur ekki haldið greininni á floti fram á næsta ár eða þarnæsta. 

Offjárfestingar ferðaþjónustu fóru margar á afskriftarreikning banka við fall WOW sem mokaði inn ferðamönnum með ósjálfbærum hætti. Sú grisjun hlýtur að halda áfram án stórra afskipta ríkisvaldsins.

Stjórnmálamenn verða að segja upphátt hið augljósa. Annars missa þeir tiltrú.


mbl.is Fara í þrot ef þau þurfa að greiða uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Hvar ert þú á launaskrá Páll?

Hver er að borga þín laun?

Ívar Ottósson, 25.4.2020 kl. 23:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það kemur fyrir að ég er sammála því sem hér er skrifað. Þetta er eitt af þeim tilvikum.

Ríkið að á ekki standa undir rekstri dauðra fyrirtækja.

Annars væri ennþá verið að reka minkabú og símaklefa á kostnað ríkisins.

Það verður að draga línuna einhversstaðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2020 kl. 02:57

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er eftirtektarvert hvað hinn sósíalíski heimur er brothættur.

Það virðast ekki margir hafa áhyggjur rekstrarkostnaði ríkissins sem er í sjálfstýrðri þenslu. Það verða engir peningar til hjá ríkinu, það þarf að ná í þá frá fyrirtækjunum. Fyrirtækin eru ekki bagginn heldur ríkið.

Kristinn Bjarnason, 26.4.2020 kl. 08:55

4 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Það er í fyrirtækjunum sem framfærsla fólks verður til. Þetta er sambærilegt að segja við kúabóndann sem er kröggum að hann eigi að borða kýrfóðrið sjálfur að þannig muni hann best bjargast.

Stefán Örn Valdimarsson, 26.4.2020 kl. 09:04

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristinn Bjarnason.

"Það verða engir peningar til hjá ríkinu, það þarf að ná í þá frá fyrirtækjunum."

Rangt. Allir peningar sem ríkið greiðir fyrir aðkeypta vinnu og varning verða til hjá ríkinu. Hélstu að ríkissjóður væri einhverskonar peningatankur eins og hjá Jóakim Aðalönd, sem þarf fyrst að fylla á svo hægt sé að tappa af til að greiða útgjöld?

Ef svo er þá get ég upplýst þig um að í raun er þetta þveröfugt. Ríkissjóður er ekki fjárhirsla heldur tékkhefti með ótakmarkaða yfirdráttarheimild. Rangnefnið "-sjóður" er rót skiljanlegs misskilnings um þetta.

Eina ástæðan fyrir því að skattheimta er nauðsynleg er til að draga til baka úr umferð peninga sem voru prentaðir úr tékkheftinu árið á undan svo útgáfa þeirra valdi ekki meiri heildaraukningu peningamagns í umferð en talið er æskilegt til að halda verðbólgumarkmiði.

Fyrirtæki sem eru ekki með neina starfsemi skapa engin verðmæti og séu þau rekin á kostnað ríkisins er það baggi á samfélaginu öllu, því þannig verður til kaupmáttur hjá aðilum sem hafa ekkert lagt af mörkum, en það minnkar kaupmátt hinna sem eru þó að skapa verðmæti. Kaupmáttur verður nefninlega ekki til úr engu þó hægt sé að búa til peninga úr engu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2020 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband