Vigdís hlýðir ekki sirkusstjóra ráðhússins - kærð fyrir einelti

Helgu Björgu Ragn­ars­dótt­ur skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu borg­ar­stjóra ofbýður að Vigdís Hauksdóttir hlýði sér ekki. Skrifstofustjórinn getur ekki á sér heilum tekið og kærir Vigdísi.

Helga Björg var dæmd fyrir slæma framkomu gagnvart undirmanni sínum. Borgin varð að greiða skaðabætur. Í dómsorði segir m.a.

Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.

Vigdís hlýðir ekki sirkusstjóranum og fær á sig kæru fyrir einelti. Kafka hefði ekki samið lygilegri sögu og vissi hann þó sitthvað um myrkviði sálarinnar í kolsvarta kerfinu.


mbl.is Vigdís fundar með bakið í skrifstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Endilega fleiri kellingar í stjórnunarstörf. Það er þörf á meira tilfinningadrifnu umróti í stjórnaýslunni þar sem öll orkan fer í egótripp, fýlu og móðgunargirni. Það er nógur tími fyrir raunverulega vinnu og pragmatík síðar.

Dramadrottningar verða að fá að njóta sín líka. Karlar eiga ekkert erindi í þetta enda býður það heim tugmilljóna skaðabótamálum velja fólk með ranga legu þvagfæra.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2020 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband