Miðflokkurinn virkjar almenning í þágu lýðræðis

Húsfyllir var á fundi Miðflokksins í Garðabæ í gærkvöld. Ítrekað sprengja Sigmundur Davíð og félagar af sér fundarsali í öllum landsfjórðungum. Aðeins eitt mál er á dagskrá - orkupakkinn.

Vigdís Hauks í félagi við Sigmund Davíð tók á pólitíkinni á fundinum. Birgir Örn Steingrímsson ræddi áhrif orkupakka eitt og tvö á Hitaveitu Suðurnesja sem eitt sinn malaði gull fyrir Suðurnesjamenn en er núna keypt og selt af útlendingum sem hirða arðinn af fjárfestingum almennings. Ingibjörg Sverrisdóttir, flokksbundin sjálfstæðiskona, rakti hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins breiddi þagnarhjúp yfir áform um einkavæðingu og undirbúning sæstrengs.

Miðflokkurinn virkjar almenning til lýðræðislegrar umræðu um orkupakkann. Fundarsóknin í Garðabæ og á öðrum fundum flokksins síðustu daga sýnir að almenningur er hvergi nærri búinn að fá nóg af umræðunni. Á alþingi verður orðið laust í vikunni. Og það er langt til jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband