Tvö einkenni fullveldis - orkupakki og ESB-umsókn

Fullveldi glatast í bútum. Á þjóðveldisöld gáfu íslenskir höfðingjar Noregskonungi goðorð sín sem smátt og smátt varð yfirvald í landinu með tilstyrk evrópskrar hugmyndafræði, kaþólsku kirkjunnar. Gamli sáttmáli var endanleg niðurstaða stykkjasölu fullveldisins til útlanda.

Annað einkenni fullveldis er að standi fólk frammi fyrir tveim valkostum, að gefa frá sér fullveldið eða halda því, tekur það ávallt seinni kostinn nema í slíkt óefni sé komið að fólk treysti sér ekki til að vera sjálfráða. Eftir hrun var ,,Ónýta Ísland" óopinbert slagorð Samfylkingar gagngert til að þjóðin glataði sjálfstraustinu og segði sig til sveitar hjá ESB.

Ef orkupakkinn verður samþykktur á alþingi flyst einn þáttur fullveldisins úr landi, þ.e. yfirráðin í raforkumálum. Talsmenn orkupakka nota lævísari áróður en Samfylkingin eftir hrun. Nú heitir það að yfirvofandi sé orkuskortur ef ESB sjái ekki um þessi mál fyrir okkur. Þá er sagt að orkupakkinn sé neytendavernd - eins og Íslendingar séu of miklir sauðir til að neytendaverja sjálfa sig.

Sömu viðhorfin eru að baki ESB-umsókn Samfylkingar 2009 og orkupakkans 2019. Í báðum tilfellum er fullveldið  í húfi. Víglínan var skýrari 2009 enda var barist um fullveldið í heilu lagi. Núna er einn veigamikill þáttur fullveldisins í hættu. Þeir sem vilja þóknast ESB, og samþykkja orkupakkann, leggja sig fram um að gera lítið úr fullveldi þjóðarinnar. Það er sama aðferðin og Samfylkingin notaði þegar ESB-umsóknin var send til Brussel fyrir áratug. Af ávöxtunum þekkist tréð.


mbl.is Orkupakkinn takmörkun á fullveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Næstu þingkosningar á Íslandi munu snúast um fullveldismál. Þá verða valkostir fáir fyrir “sjálfskipaða fullveldissinna”.

Júlíus Valsson, 18.7.2019 kl. 09:04

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Erlendir auðjöfrar keppast um að kaupa íslenskar jarðir og einkum jarðir þar sem laxveiðiár renna um. Gæti hugsast að þeir sjái sér hagnaðarvon þegar orkupakki 3 er kominn í höfn að selja jarðirnar aftur með góðum hagnaði þar sem virkja megi téðar ár???

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.7.2019 kl. 11:40

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta er spurning um hagsmuni og ágóða. Það sem gefur meira, verður ofaná og arðurinn fer úr landi eins og vanalega. 

Júlíus Valsson, 18.7.2019 kl. 12:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þá er sagt að orkupakkinn sé neytendavernd"

Það sem kann að vera gott fyrir neytendur í Evrópusambandinu er ekki endilega eins gott fyrir neytendur á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2019 kl. 13:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Páll framkallar gæsahúð;snilli---? Ég veit ég er ekki ein um að upplifa mig sem fanga í eigin landi? Tala opinskátt um óréttlæti íslenskra Evrópusinna,sem hreyfast varla (fer þá leynt)þòtt minntir séu á allt það sem forverar okkar hafa àorkað til að gera eftirsòknarvert að lifa í þessu landi.  finnst stundum réttast að loka "dagbókarfærslu" og taka til við að finna ráð sem duga til að meina þeim ætlunarverk sitt,byggða á réttmætum íslenskum lögum;minnug þeirra sem Ólafur Ragnar forseti nýtti í Icesave.--það hljóta að vera til þau sem gera út um skemmdarverk þessa òláns Alþingismanna.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2019 kl. 17:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því miður getur forsetinn ekki vísað þingsályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þess vegna lagði Inga Sæland fram breytingartillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu um orkupakkann.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2019 kl. 17:10

7 Smámynd: Gísli Bragason

Og hver hagnast mest á 03-5. ?

Er það ekki samkeppnishæfasta ríki esb. í gegnum sameiginlega mynt.

Þó eitthverjir græði á orkusölu á Íslandi þá skiptir það ekki máli skv. leikreglum esb.

Samkeppishæfni herraþjóðarinnar Þýskalands auk meðreiðarsveina veldur því að þeir tapa aldrei.

Öðrum evrópuþjóðum blæðir undan sameiginlegri mynt, sem gæti eins heitið Þýska markið, meðan önnur reyna að verja sig með gengisfellingum.

En hvort heldur sem er þá blæðir almenning með lakari kjörum.

Gísli Bragason, 18.7.2019 kl. 18:30

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ógæfa okkar hófst þegar við glutruðum Jan Mayen frá okkur.  Verst að sagan skuli ekki vera öllum víti til varnaðar. 

Orkupakkar 3-5 vofa yfir og haldi fram sem horfir í landakaupum, mun Ísland  innan tíðar, verða nýlenda ríkra erlendra fjárfesta með hengilásum og keðjum á öllum vegslóðum og banni á að fara um lendur fótgangandi.  Sporin hræða. 

Er þetta það sem meirhluti þjóðarinnar vill?

Benedikt V. Warén, 19.7.2019 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband