Sýnir Borgarleikhúsið Aftöku Birgittu?

Upptaka af félagsfundi Pírata þar sem Birgitta Jónsdóttir stofnandi hreyfingarinnar er tekin af lífi hlýtur að verða að sýningu Borgarleikhússins, líkt og fyrri pólitískar upptökur.

Skopleikur eða harmleikur? 

,,Skopleikur er, eins og við höfum sagt, eftirlíking fólks af lakara tagi, en ekki vonds að öllu leyti, heldur er hið spaugilega tegund ljótleika," skrifaði Aristóteles fyrir margt löngu. 

Valið ætti að vera einfalt.


mbl.is „Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér er til efs að Borgarleikhúsið leiklesi þessar upptökur. Birgitta hefur þjónað sínum tilgangi fyrir vinstrimenn og illmælgi Helga Hrafns og co líklega bara álitin makleg málagjöld - við grín UMST ekki með okkar fólk. Það er hins vegar þetta hubris sem einkennt hefur þessar sjálfumglöðu eiturnöðrur og afhjúpaðist í upptökunni. Fólkið sem taldi sig geta dæmt pólitíska andstæðinga til dauða stendur nú berrassað fyrir alþjóð og verður að horfast í augu við að það er engu betra.

Jafnvel verra því ég geri ráð fyrir að vín hafi ekki verið haft um hönd á þessum fundi.

Ragnhildur Kolka, 17.7.2019 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Má ég frekar biðja um upprisu Sjálfstæðisflokksins???

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2019 kl. 17:29

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Er þetta eitthvað sem kemur á óvart..?? 

Komin tími til að fólk skilji og sjái fyrir

hvað þessi flokkur stendur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.7.2019 kl. 20:30

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er hætt við því að það falli ekki að pólitískum rétttrúnaði né listrænu frelsi til að fóðra hungraðan lýðinn á andlegu fóðri.  Hæpið að Aftaka Birgittu uppfylli væntingar né höfði nægjanlega til þeirra, um menningartengt efni, af pólitískum ástæðum. 

Seint verður samlestur þessarar merku stofnunar toppaður, sá er fyllti sali og sál fólksins af andagift um raus nokkurra sauðdrukkinna einstaklinga, á bar í 101 Reykjavík.  

Benedikt V. Warén, 18.7.2019 kl. 18:16

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svo verður náttúrulega enn frekari bið á húfuatriði pírata, á bæði borð pontu Alþingis, þegar Ágúst Ólafur Ágústsson á leið þar um næst.

Seint verður því trúað að Píratar fari í manngreinaálit, þegar kemur að því að leggja á pólitískar vogaskálar, siðferði þingmanna í öðrum flokkum.

Benedikt V. Warén, 18.7.2019 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband