Eftirspurn er eftir falsfréttum

Að því marki sem falsfréttir eru ekki uppspuni frá rótum, sbr. Elvis lifir, heldur túlkun á atburðum líðandi stundar er eftirspurn eftir falsfréttum.

Fólk vill reglulega fá staðfestingu á eigin fordómum: Trump er vondur, veðurfar er manngert, konur eru fórnarlömb og svo framvegis.

Fréttir, ólíkt veðurfari, eru manngerðar. Þær eru skráðar með ákveðnu hugarfari og settar í samhengi. Vinstripólitískar fréttir fær maður á RÚV og Kjarnanum en hægripólitískar Evrópusinnaðar í Fréttablaðinu. Morgunblaðið hýsir blaðamenn sem bæði eru til hægri og vinstri; þess vegna skoðar maður alltaf hvaða blaðamaður skrifar tiltekna frétt þar á bæ.

Vitanlega eru til miðlar sem freista þess að gæta hlutlægni og sanngirni í öflun frétta og framsetningu þeirra. En þeir eru færri núna eftir að samkeppnin við samfélagsmiðla hófst.

Réttu viðbrögðin við falsfréttum eru ekki að reyna að kveða þær í kútinn, það er ekki hægt, heldur gera almenning meðvitaðan um hvernig fréttir verða til. Það er vel hægt.

 


mbl.is 86% láta blekkast af falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fréttamiðlar eru ekki hvað síst sekir um að ota fram svokölluðum -fræðimönnum- sem skirrast ekki við að pakka skoðunum sínum inn í fræðilegan búning. Almenningur, eða að minnsta kosti þeir sem enn trúa á sérfræðiþekkingu, tekur svo boðskapnum sem heilögum sannleika. 

Ragnhildur Kolka, 12.6.2019 kl. 15:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu;,ekki er svo ýkja langt síðan ættartengill minn hneysklaðist yfir meðferð mannkyns (okkar)á jörðinni.....Jú víst- ég hef séð þetta allt í sjónvarpinu,hef sjálf fylgst með veðurfari og séð jökla hopa. Gamla virðing mín fyrir eldra fólki hélt enda yndisleg manneskja,það voru nú ekki svo margar eftir. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2019 kl. 16:14

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll, 

 
Þessir mainstream media (MSM) fjölmiðlar hérna studdu og komu með þær lygar og/eða falsfréttir, að gjöreyðingarvopn væru í Írak, svo og studdu stríðið gegn Írak. 

Þessir mainstream media (MSM) fjölmiðlar hérna studdu og komu með þær falsfréttir, að borgarstríð væri í Líbýu, svo og demonize-eruðu Gaddafí karlinn til að styðja þannig NATO í stríðinu gegn Líbýu.


Þessir mainstream media (MSM) fjölmiðlar hérna studdu og komu með þær falsfréttir að borgarstríð væri í Sýrlandi, svo og demonize-eruðu Bashar Hafez al-Assad karlinn til að styðja þannig stríðið gegn Sýrlandi.

En síðan bendir þetta lið eins og td. RÚV. og fleiri mainstream media (MSM) fjölmiðlar hérna á, að aðrir alternative fjölmiðlar séu með falsfréttir, þegar þetta lið er búið að flytja árum saman falsfréttir. Það er nú ekki svo langt síðan að þetta líka nice, nice RÚV kastljós- lið ásamt honum Eiríki Bergmann bentu á aðra, hummm eftir að hafa flutt falsfréttir. 

KV.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.6.2019 kl. 16:58

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Eftirspurnin eftir falsfréttum hjá MBL. er mikill, því að ennþá er verið flytja allar þessar falsfréttir um ástandið í Sýrlandi frá "Syrian Observatory for Human Rights", er hefur reyndar aðsetur í Coventry (Englandi), og síðan líka frá hinum umdeildu "White Helmets" (Hvítu Hjálmum) með aðsetur núna í (Ísrael/Englandi). Nú og þrátt fyrir að Eva Bartlett fréttakona sé fyrir löngu búin að opinbera mikið af öllum þessum falsfréttum frá Syrian Observatory og White Helmets (Journalist Slams The US For Funding Terrorism In Syria ), þá þarf MBL. hérna að vera áfram með þessar falsfréttir beint frá Syrian Observatory og White Helmets.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 13.6.2019 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband