Heimurinn breyttist, en ekki Nató

Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin tveim árum síðar; kommúnisminn dó. En Nató, stofnað um miðja síðustu öld til höfuðs útþenslu Sovétríkjanna, lifði áfram og þurfti ný verkefni.

Hernaðarbandalag eins og Nató þrífst ekki nema í viðsjárverðum heimi. Þegar friðvænlegra verður í heiminum gerir Nató sitt til að blása í glæður ófriðar. Tilvera Nató hvílir á ógn og ef ógnarástand er ekki fyrir hendi verður að búa það til.

Eftir fall Sovétríkjanna varð Nató verkfæri í útþenslupólitík Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna. ESB lagði undir sig Austur-Evrópu og hætti ekki fyrr en öryggishagsmunum Rússlands var ógnað nógu mikið til að stríð braust út í Úkraínu, sem enn er óleyst. Þar fékk Nató aukið vægi og hlutverk.

Bandaríkin notuðu friðinn eftir fall kommúnismans í verkefnið ,,breytum miðausturlöndum í vestrænar hjálendur." Innrásin í Írak 2003 var upphafið, síðar kom Sýrlands-stríðið og Líbýu-upplausnin. Auðvitað allt í nafni lýðræðis. Allt mistókst þetta en Nató var viljugt verkfæri.

Ísland á ekki annan kost en að vera í Nató. Þegar bandalagið var stofnað var ekki um annað að velja en taka þátt. Bein afleiðing af seinna stríði var að tvö hugmyndakerfi börðust um heimsyfirráð. Annað má kenna við vestrænt lýðræði en hitt var kommúnismi.

Eftir fall kommúnismans átti vitanlega að fylgja stefnu afvopnunar og bera virðingu fyrir gagnkvæmum öryggishagsmunum þjóðríkja. En það var ekki gert. Sigurvegarar kalda stríðsins, Bandaríkin og Vestur-Evrópa, ESB, kusu útþenslu og átök í stað samlyndis og friðar.

Áfram þarf Ísland að vera hluti af Nató. Engir aðrir raunhæfir kostir eru í boði. En það er engin ástæða til að líta svo á að Nató sé friðelskandi fyrirbæri. Raunsæi og heimska er sitthvað. 


mbl.is NATO breytist með heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Forsendur NATO hafa nú ekki breyst Páll.

Hvorki landafræðin, heimshöfin né markmið þess hafa breyst:

1) að halda Rússlandi úti úr Evrópu.

2) að halda Bandaríkjunum inni í Evrópu.

3) að halda Þýskalandi niðri á jörðinni.

Það sem hins vegar hefur breyst eru aðildarlöndin sem fylgja Þýskalandi að málum með því að fylgja ömurlegu fordæmi þess um að neita að standa við sáttmálaskuldbindingar sínar gagnvart NATO.

NATO er því Bandaríkin, Pólland og Rúmenía núna. Restin er kvöldverðardeild NATO í Brussel.

Rússland veit vel að NATO hefur ekki í hyggju að skerða eitt hár á höfði þess, án fullrar ástæðu.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2019 kl. 11:24

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,

"Ísland á ekki annan kost en að vera í Nató."

Hvers vegna ætti Ísland að styðja núna allt þetta hernaðarbrölt NATO í Afganistan, Írak og Sýrlandi, þú?

Var það ekki fínt að við keyptum allar þessar lygar frá NATO varðandi með að það væri uppreisn í Líbýu, svo og studdum NATO í stríðinu gegn saklausum borgurum í Líbýu?
 

Við keyptum líka þessar lygar frá þessu liði með að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi, og við erum ennþá að styðja þessar lygar, þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/) Við höfum ekkert að gera með að styðja þetta NATO -lið og þessar lygar frá þeim.

Við höfum ekkert að gera með að styðja NATO við alla þessa heróín gæslu og vöktun þarna í Afganistan (Drug War? American Troops Are Protecting Afghan Opium. U.S. Occupation Leads to All-Time High Heroin Production)?


 
Image result for Nato libya afghanistan Iraq

Nú auk þess þá er þetta lélega og leiðinlega NATO- lið að valda vandræðum víða: 
 

The Security Council meets in secret after the arrest of NATO officers in Aleppo

The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City?

RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO

British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels

BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS

Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo



KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.6.2019 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband