Djúpríkið tapar, ASÍ andstaða klýfur vinstrimenn

Einörð andstaða ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar gegn 3. orkupakkanum klýfur vinstriflokkana, sem leggja til frestun á innleiðingu orkustefnu ESB. Umræðan í þjóðfélaginu og á alþingi, undir forystu Miðflokksins, hefur leitt í ljós að stuðningur við orkupakkann er hverfandi.

Djúpríki embættismanna reyndi að læða orkupakkanum framhjá umræðunni undir þeim formerkjum að um væri að ræða tæknilega útfærslu, ekki framsal á fullveldi yfir náttúruauðlind. Þegar það brást var hótað að EES-samningurinn kæmist í uppnám.

ASÍ og almannasamtök eins og Orkan okkar mættu falsfréttum og hótunum djúpríkisins með upplýsingum og umræðu sem jafnt og þétt hefur leitt í ljós að innleiðing orkupakkans yrði upphafið að endi fullveldis þjóðarinnar í orkumálum.

Pólitískar afleiðingar umræðunnar koma í ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Orkupakkasinnar standa þar höllum fæti. Djúpríkið á sér formælendur fáa, það sést á flótta vinstriflokkanna á alþingi frá 3. orkupakkanum.

 


mbl.is Leggja til frestun orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband