54 aukaleikarar á alþingi

3. orkupakkinn er mál næstu áratuga, snýst um forræði þjóðarinnar yfir náttúruauðlind sem við getum ekki verið án ef landið á að vera áfram byggilegt. Öll önnur mál á alþingi eru hégómi í samanburði.

Vinstri græn Bjarkey vekur athygli á því að 54 þingmenn nenna ekki að ræða 3. orkupakkann, en liggur á að játast ESB-valdi í raforkumálum þjóðarinnar.

Þessir 54 þingmenn eru í aukahlutverkum í stóru umræðunni.


mbl.is „Á meðan bíðum við hin 54“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er svo ýkja langt síðan íslensk RÍkisstjórn lýsti neyðarlög í gildi þegar allir bankar landsins fóru á hliðina. Ég velti fyrir mér hvort þannig lög séu öllum ríkjum heims tiltæk t.d.í hamförum sem ógna tilveru þess. Ætli það komi ekki til kasta ráðamanna hvers lands/ríkis að nýta neyðarhemilinn,ef til þess kæmi,enda bera þeir ábyrgð á vörnum íbúa þess og sumum þykir ósköp vænt um þá.--- Svo er eitthvað að hlýna hjá okkur og sumir segja að jörðin sé að umpólast,er ekki allt í lagi að búa við það.? Jú jú,en þá er ég komin að stóru spurningunni; Leyndó? Ekki lengur allir sjá hvernig góða fólkið umpólast það heimtar að gefa allt sem það á ekkert með,að sjálfssögðu í gróðavon og vill ekki tala um neitt þar sem andmælarétturinn blífur.Getur hinn almenni Íslendingur ekki virkjað neyðarhemil? Líst yfir neyðarlögum vegna Stjórnarfarslegra hamfara? Þetta kvalræði verður að stoppa.    

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2019 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband