Sáttatónn - en ekki hjá sósíalistum í verkó

Verkföll skerða lífskjör. Það vita ábyrgir aðilar í verkalýðshreyfingunni. Starfsgreinasambandið og LÍV senda sína kjaradeilu til sáttasemjara.

Sósíalistum í Eflingu og VR liggur svo á að komast áfram með byltinguna að þeir ætla sér beint í verkföll og vilja engar sættir.

Launþegar í Eflingu og VR eru verkfæri sósíalískrar forystu sem vill stríð í þágu pólitískra hagsmuna.


mbl.is LÍV vísar deilunni til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Starfsgreinasambandið undir forystu Björns Snæbjörnssonar frá Nolli í Grýtubakkahverfi finnst ekki nauðsynlegt að ná fram kjarabætum fyrir láglaunafólk. Birni finnst mikilvægara að teygja á samningaviðræðum eins og kostur er og skrifa eins marga yfirvinnutíma á sja´lfan sig eins og kostur er. Fyrir það fær hann væntanlega klapp á bakið frá Samherjamönnum og öðrum atvinnurekendum á svæðinu en fólkið sem verið er að semja fyrir er búið að vera samningslaust í bráðum 2 mánuði. 2 mánuðir sem fólk er að þræla sér út fyrir lúsarlaun þakkar væntanlega ekki SGS fyrir að gera ekki neitt.  Enda mun það verða Efling sem landar þeim samningum sem allir munu njóta góða af og Björn Snæbjörnsson fær að taka pokann sinn ásamt með þeim arga bjána sem SA sendi gegn heiðarlegu verkafólki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2019 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband