Trump elskar Ísland og Austur-Evrópu, hatar ESB

Trump vill tortíma Evrópusambandinu, segir utanríkissérfræðingur vinstriútgáfunnar Guardian. Trump og valdamenn í Washington hygla Austur-Evrópuríkjum í ESB (og Íslandi, sem fékk heimsókn til að bæta frjálslynda vanrækslu, ódýrt af Guardian að tak það ekki fram) til að valdefla þjóðernissinna í sambandinu.

Trump hatast við alþjóðahyggju og ESB er miðstöð alþjóðahyggjunnar. New York Times heggur í sama knérunn og Guardian, segir samband Trump og ESB markast af gagnkvæmri fyrirlitningu.

Evrópusambandið er á milli steins og sleggju, Bandaríkjanna og Rússlands. Hvað gerir helsti leiðtogi sambandsins, Angela Merkel kanslari Þýskalands? Jú, hún biður um margpóla heim þar sem ekkert eitt ríki (les: Bandaríkin) setur einhliða skilmála.

Merkel setti fram þessa skoðun á öryggisráðstefnu í Munchen um helgina.

Gráglettni örlaganna hagar því svo til að á sömu ráðstefnu fyrir 12 árum setti annar þjóðarleiðtogi fram ósk um margpóla heim. Sá heitir Pútín.

Evrópusambandið hlustaði ekki á Pútín. Þvert á móti tók ESB fullan þátt, með Bandaríkjamönnum, að einangra Rússa á alþjóðavettvangi. ESB var giska sátt við einpóla heimsvald á meðan sama alþjóðahyggjan réð ferðinni í Washington og Brussel.

En nú er Snorrabúð stekkur og berin súr.

Íslendingar geta þakkað það ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að setja ESB-umsókn Samfylkingar kirfilega ofan í skúffu. Það hefði verið napurt hér á miðju Atlantshafi að sitja fast í ESB og fá yfir sig bandaríska andstyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband