Búsáhaldabyltingin gleymdist - hér er ástæðan

Vinstrimenn gleymdu að fagna tíu ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar, sem var um helgina. ,,Hvort erum við þá orðin svona löt, svona vitlaus, svona hjárænuleg eða svona huglaus?", spyr Kvennablaðið með böggum hildar.

Búsáhaldabyltingin stendur ekki undir nafni. Óeirðirnar fyrir tíu árum voru uppþot en ekki bylting.

Fjármálakerfið á Íslandi fór á hliða en öll önnur kerfi héldu; stjórnkerfið, heilbrigðiskerfið, dómskerfið, menntakerfið og svo framvegis.

Hrunið skóp ótta sem vinstrimenn nýttu til uppþota - og kölluðu byltingu.

Aftur var gerð byltingartilraun eftir vorkosningarnar 2009 og valdatöku vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Þeirri byltingu var stefnt gegn lýðveldinu og fullveldi þjóðarinnar. 

ESB-umsókn Samfylkingar var leiðarhnoða tilraunar vinstriflokkanna til að umbylta Íslandi. Ný stjórnarskrá var hliðarmál og að rústa sjávarbyggðum landsins enn annað.

Byltingartilraun vinstrimanna fjaraði út kjörtímabilið 2009-2013. Samfylkingin missti 2/3 af fylgi sínu og Vinstri grænir helming. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs kom til bjargar lýðveldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

rétt greining. Núna er ný atlaga að lýðveldinu að hefjast með aðstoð fyrrum fjárglæframannsins og auðvaldþýsins fjögralaufasmárans.Akurinn er plægður og tilbúinn til sáningar af nýjum formanni Eflingar, dóttur hins vinsæla Stalínista Jóns Múla með aðstoð formanns VR og Vilhjálms af Skaganum.

Halldór Jónsson, 22.1.2019 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband