Fjórða ríkið og Ísland

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands undirrituðu 16 blaðsíðna samkomulag um samruna í gömlu höfuðborg Karlamagnúsar, Aachen. Það var fyrsta ríkið. Annað ríkið var stofnað í Versölum 1871 þegar Prússakonungur var krýndur keisari eftir sigur á Frökkum. Það ríki féll í fyrri heimsstyrjöld.

Þriðja ríkið var Hitlers og félaga fyrir miðja síðustu öld. Sú sjóferð endaði ekki vel. 

Fjórða ríkið kveður á um hernaðarsamvinnu Frakka og Þjóðverja, auk efnahagslegs og pólitísks samruna. Fransk-þýski öxullinn skal keyra ESB áfram eftir Brexit.

Þegar Karlamagnús var krýndur keisari fyrsta ríkisins árið 800 var Ísland óbyggt. Á valdatíma karlunga fylltist landið af flóttamönnum frá miðstýringaráráttu Evrópu. Sonarsynir Karlamagnúsar klufu ríkið í þrjá hluta, og mynduðu vísi að Frakklandi og Þýskalandi. Íslendingar á hinn bóginn stofnuðu alþingi án konungsvalds.

Við lok annars ríkisins 1918 tóku Íslendingar sér fullveldi. Rétt fyrir ragnarök þriðja ríkisins efndum við lýðveldis á Þingvöllum.

Hvað gera Íslendingar þegar drög að fjórða ríkinu liggja fyrir í Evrópu? Jú, við ættum ekki að bíða fyrirsjáanlegra hörmunga heldur segja upp samningnum sem bindur okkur við ólánsálfuna og heitir EES.


mbl.is Tryggja samstarf sitt innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú máttu vera sannspár Páll.

Gott að sjá að harðir Evrópusambandsandstæðingar eru farnir að átta sig á ógæfunni sem fylgir EES samningnum.

Það hlýtur að vera hægt að stunda viðskipti á öðrum forsendum en að innlima sig sjálfviljugur í ríkjabandalag.

Viðskipti eru jú bara viðskipti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2019 kl. 08:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með ykkur báðum, félagar.

Eins og Aachen var borg keisarans mikla sem ríkti yfir bæði Frökkum og mörgum Þjóðverjum, virðist þessi snúningspunktur vera táknmynd þess nú fyrir Merkel og Macron að þau ætli sér örvæningarfull í upplausninni að halda í þennan stórveldiskjarna, no matter what, og vitaskuld að stofna sameinaðan her.

Jón Valur Jensson, 23.1.2019 kl. 09:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sama hér - tek undir með ykkur öllum þrem.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2019 kl. 09:37

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vel ævintýralegar söguskýringar atarna!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.1.2019 kl. 12:05

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð söguskýring er gulli betri.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2019 kl. 14:56

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel orðað Páll.

Út með þennan samnign sem er að eyðileggja allt

sem Íslenkst er.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2019 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband