Ný stjórnarskrá gamalla vinstrimanna

Helstu stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár eru gamlir og kjósa Samfylkinguna, samkvæmt könnun MMR. Skiljanlega, samfylkingarliðið nær ekki árangri í kosningum og krefst uppstokkunar á stjórnskipun landsins. 

Nörda-útgáfan af Samfylkingunni, Píratar, koma á hæla móðurflokksins sem stuðningsmenn þess að farga gildandi stjórnarskrá.

Ungt fólk á miðju stjórnmálanna og til hægri hefur engan áhuga á uppstokkun.

Ekkert nýtt hér. Gamla fýlupokaliðið situr við sinn keip. Aðrir eru sáttir í lýðveldinu.


mbl.is Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Vondi

Meiri­hluta lands­manna, eða 52%, þykir mik­il­vægt að Íslend­ing­ar fái nýja stjórn­ar­skrá á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili.

Hverjir eru "landsmenn"? Eru það þeir sem hafa Íslenskt ríkisfang, eða allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi? Hvernig svara þeir sem ekki eru ríkisborgarar?

Egill Vondi, 11.12.2018 kl. 01:41

2 Smámynd: Egill Vondi

Svo er við að bæta þessu:

Stuðnings­fólk Sjálf­stæðis­flokks­ins, Miðflokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins reynd­ist lík­leg­ast til að segja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar lít­il­væg­ar.

Svona er þetta þá sett upp: annars vegar þeir sem telja stjórnarskrárbreytingar "mikilvægar", og svo þeir sem telja þær "ekki mikilvægar". Hvers vegna var ekki spurt um hvort fólki finnst það mikilvægt að hafa ekki breytingar? Sú skoðun komst ekki að, og svona er niðurstaðan auglýst - eins og ágreiningurinn er á milli þeirra sem vilja hraðar breytingar og þeirra sem vilja hægar breytingar.

Egill Vondi, 11.12.2018 kl. 03:25

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir með Agli "vonda"! Það er ekki svo, að þeir, sem hafna hinni ólöglega til stofnuðu gervistjórnarskrá Þorvaldar Gylfasonar, telji almennt, að ekki megi breyta stjórnarskrá lýðveldisins. Lengi má gott bæta, en að samþykkja ákvæði eins og 111. greinina (um billegt fullveldisframsal í þágu Evrópusambandsins) í því, sem Þ.G. kallar "nýju stjórnarskrána", kemur aldrei til greina, og það sama á við um fleira, eins og að gera forseta Alþingis faktískt að varaforseta landsins. Með því væri verið að aftengja synjunarvald forsetans.

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband