Þingmenn kjósa múgræði, hafna lýðræði

Þingmenn eru fulltrúar almennings á löggjafasamkomunni, kosnir í lýðræðislegum kosningum á fjögurra ára fresti eða skemur.

Nú vill meirihluti þingmanna, samkvæmt leynilegri könnun Fréttablaðsins, að sex þingmenn segi af sér til að þóknast fári í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Þeir þingmenn sem vilja ryðja alþingi vegna umræðu út í bæ eru illa að sér í grunnreglum lýðræðisins. En því betur þrífast sömu þingmenn í múgræðinu.


mbl.is Vilja að sexmenningarnir segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Virðing Alþingis eykst ekki við að þar séu stofnaðir eineltisklúbbar.

Ragnhildur Kolka, 7.12.2018 kl. 12:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Ragnhildur, sbr. þetta mál og líka eineltið sem Logi Einarsson hefur haft forgöngu um: að útiloka Miðflokkinn frá samráði stjórnarandstöðuflokkanna. En hann er nú reyndar svo útfarinn og æfður í einelti frá áhrifatíma sínum í bæjarstjórn Akureyrar, þegar hann beitti sér með öðrum fyrir Berufsverbot gegn saklausum kennara Brekkuskóla og lét aldrei af eineltinu þótt allir dómar gengju honum í mót, en Snorri Óskarsson er með hreina æru eftir alla þá ljótu atsókn.

Já, er þetta kannski bara krónískur kækur hjá Loga, þessi eineltishneigð?

Jón Valur Jensson, 7.12.2018 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband