Á hleri fyrir Stundina á Klaustri

Frásögn Stundarinnar af hlerun Báru Halldórsdóttur á samtali sex þingmanna er sviðsetning. Í fréttinni segist Bára fyrir tilviljun hafa ratað inn á Klaustur þetta kvöld: ,,hugsaði með mér að það væri fínt að setjast þar aðeins niður fram að æfingunni og fá sér kaffi."

Það liggur fyrir að Bára hleraði í tvo til þrjá klukkutíma. Hún hlýtur að hafa misst af æfingunni sem hún þóttist ætla á. Maður sest ekki ,,aðeins niður" í nokkrar klukkustundir.

Bára segir að henni hafi blöskrað óviðeigandi tal sexmenninganna. En hún var staðráðin að ná sem mestu á hljóðskrá. Síðan hleður hún hleruninni á netið og sendir völdum fjölmiðlum slóðina. Gagngert til að fá sem sterkustu áhrifin á umræðuna.

Sviðsetning Báru og Stundarinnar er næstum því trúverðug. 


mbl.is „Ég er þessi Marvin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Enn heggur þú manninn og veist allt um aðstæður, sem þú veist ekkert um.  Þessi kona hlýtur að vera að ljúga því saga hennar passar ekki í myndina, sem þú ert búinn að mála af þessu og hlýtur því að vera rétt.  Ég get sagt þér að ég hefði 100% tekið upp viðbjóðinn, sem þú svo fagmannlega og léttilega hefur skautað gersamlega framhjá.  Öllum hefði algjörlega ofboðið sorinn.  En fyrir þér er það algjört aukaatriði, hvað var sagt og hver sagði, heldur bara hver upplýsti.  En í manninn er vaðið umsvifalaust og án minnstu hugsunar, nákvæmlega eins og Klausturfólkið gerði.  Uppljóstrarann, sem greindi frá spillingunni og soranum, sem viðgengst á Íslandi.  Sem þú ert í algjörri og umsvifalausri vörn fyrir!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.12.2018 kl. 15:55

2 Smámynd: Óskar

Mikið ert þú aumkunarverð sál Páll.

Óskar, 7.12.2018 kl. 16:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Er hún að segja satt þessi Bára Marvin? Getur hún sannað að hún hafi verið þarna? Sáu fyllibytturnar hana?

Halldór Jónsson, 7.12.2018 kl. 17:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tröllin leynast víða...

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2018 kl. 17:19

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi smjörklípa öll er eins og himnasending fyrir þau stjórnvöld sem vilja sízt að almenningur fari að ræða yfirvofandi svik landfeðra við þjóðina með því að samþykkja eftir ÞRJÁ daga Þjóðflutningasáttmála SÞ sem myndi galopna landið fyrir tugþúsundum hælisleitenda og farandfólks á komandi árum!!! En það má heita undarlegt gæfuleysi ef ráðherrar láta sér detta slíka ósvinnu í hug, kannski í skiptum fyrir frægðina skammvinnu af því að eiga sæti í fjögur ár í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við hliðina á Saudi-Arabíu?!

Jón Valur Jensson, 7.12.2018 kl. 20:16

6 Smámynd: Hörður Þormar

Nú veit ég ekki hve margir voru á kránni, kannski voru þau ein, auk upptökumannsins sem hlýtur að hafa setið nærri.

En athyglin var ekki á háu stigi ef þau tóku ekki eftir manni  sem sat einn og þögull í 4 klst. yfir kaffibolla við næsta borð. (Kona er líka maður!).

Hörður Þormar, 7.12.2018 kl. 20:19

7 Smámynd: Hörður Þormar

Viðtalið við Báru Halldórsdóttur var greinilega tekið erlendis.

Hvers vegna?

Hörður Þormar, 7.12.2018 kl. 21:23

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skildist að þessi kona hafi sent Stundinni, DV og Kvennablaðinu upptökunar þannig að þessi samsæriskenning stenst ekki. Heyrði líka að hún hafi sent þetta á Vísir en þeir biðu eftir að aðrir fjölluðu um þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2018 kl. 23:46

9 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Þannig að það var fyrirfram ákveðið, að það yrði fyllerísröfl á Klausturbar, svo fjölmiðlar voru í viðbragðsstöðu? Hversu vitlaus ertu Páll? Eru engin takmörk?

Snæbjörn Björnsson Birnir, 8.12.2018 kl. 05:21

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Var ekki ákveðið af Rúv hvaða efni skyldi ræða,þegar þeir efndu til viðtals Sigmundar og Svíans í ráðherrabústað ríkisins? Þar var sko ákveðið að brugga viðurstyggilegasta landráð sögu fjölmiðla í allri Scandinavíu.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2018 kl. 09:12

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Toppar sjálfan þig í heimskulegum samsæriskenningum

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2018 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband