Miðflokkurinn og árásir vinstrimanna

Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem veitir ríkisstjórninni aðhald frá hægri. Án Miðflokksins er öll stjórnarandstaðan til vinstri eða ESB-félagsskapur, sbr. Viðreisn.

Miðflokkurinn er gerður að táknmynd ímyndaðra óvina pólitíska rétttrúnaðarins, kallað feðraveldið á sellufundum vinstrimanna í háskólasamfélaginu.

Árásir vinstrimanna á Miðflokkinn eru gerðar til að koma höggi á hægripólitík. Vinstrimenn standa höllum fæti. Eftirlætismál þeirra, s.s. loftslagsfirran, alþjóðavæðingin, múslímavæðing vestrænna samfélaga og ESB, láta á sjá síðustu árin.

Vinstrimenn taka fagnandi hverju tækifæri til að draga athyglina frá pólitískri umræðu. Þegar færi gefst að upphefja sjálfa sig í leiðinni standast vinstrimenn ekki freistinguna - og fara í manninn en ekki boltann.


mbl.is Tæpur helmingur myndi kjósa Miðflokkinn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú meiri þvælan. Þetta mál hefur nákvæmlega ekkert með hægri eða vinstri, feminisma eða feðraveldi að gera. Það snýst einfaldlega um það hvernig fólk kemur fram við samstarfsmenn sína. Það er ekki flóknara en það.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2018 kl. 20:34

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ljóst er að alþingis menn líta sig meiri menn en aðra og ekkert ætla ég að fortaka að svo geti verið. Meiri menn gera meira, geta meira og  tala meira, en fæstir þeirra kunna að stjórna og því rekur Íslensku skútuna of oft á reiðanum þegar alþingismönnum er svo misboðið að þeir tala frá sér allt vit og rænu jafnvel án þess að vera í klaustri. 

Komi upp persónulegar deilur milli einhverra starfsmanna innan einhvers fyrirtækis, þá leysa hlutaðeigendur það venjulega sín á milli utan vinnutíma, en á alþingi er þetta ekki svona og það fá allir sem einn andarteppu og skitu, en á meðan renna málin framhjá á færibandinu og við lendum í djúpum ESB skít vegna gallaðrar og svikinnar vöru vegna verk svika alþingismanna.   

Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2018 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband