Valgerður bað Frosta afsökunar, ESB-isma hafnað

Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra bað Frosta Sigurjónsson afsökunar í lok opins fundar Framsóknarflokksins í gær um þriðja orkupakkann. Valgerður, ein af fáum ESB-sinnum í Framasókn, hafði fyrr á fundinum vefengt þau orð Frosta að flokkurinn væri alfarið á móti innleiðingu orkupakkans.

Fundurinn var fjölmennur og hann sátu bæði formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi, og varaformaður, Lilja Dögg. Frosti lagði út af ályktun miðstjórnar flokksins þar sem segir ,,Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans." Valgerður taldi Frosta oftúlka andstöðu flokksins og gagnrýndi hann en sá að sér í lok fundar og baðst afsökunar.

Auk Frosta voru Elías B. Elíasson verkfræðingur og Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri frummælendur. Í upphafi máls síns kvaðst Guðni ánægður með að vera á fundi framsóknarmanna sem væru þekktir fyrir að aðhyllast enga ,,isma". Valgerður reyndist undantekning, hún talaði fyrir ,,ESB-isma".

Utan Valgerðar mælti enginn fundarmanna með innleiðingu þriðja orkupakkans. Fyrirspurnir og umræður á fundinum hnigu allar í eina átt: Ísland innleiði ekki orkustefnu ESB.

 


mbl.is Mögulega óheimilt að banna sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Valgerður neitað því einnig að Norðmenn hefðu sett fyrirvara við innleiðingu þriðju pósttilskipunar ESB eins og Frosti hélt fram. Þar var hún illa upplýst og nægir að vitna í nýtt frumvarp Alþingis þessu til stuðmnings:

https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetCaseFile/?id=%7B3bc2c447-326a-e811-9445-005056850474%7D

Júlíus Valsson, 22.11.2018 kl. 08:36

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það var í tíð Valgerðar Sverrisdóttur sem iðnaðarráðherra að orkufyrirtæki máttu ekki bæði framleiða orku og dreifa henni síðan, samkvæmt tilskipun frá ESB. Valgerður fullyrti þá að sú tilhögun myndi ekki hafa neinn aukakostnað í för með sér fyrir neitendur, en það stóðst að sjálfsögðu ekki. Neitendur fundu strax fyrir því. Var þetta ekki annar orkupakkinn???

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.11.2018 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband