Þjóðhyggja eftir fasisma og 30 ára stríðið

Fasismi varð til í fyrri heimsstyrjöld. Hitler var í skotgröfunum á vesturvígstöðvunum. Þýski herinn stóð á franskri grund í stríðslok. Borgarastéttin, sem hóf stríðið, gafst upp og með henni lauk heimsveldaskeiði Evrópu. Mussolíni varð í fyrra stríði fráhverfur sósíalism, sem var mótvægi við heimsvaldastefnuna, og tók upp merki fasisma.

Þeir félagar eru andlit hugmyndafræði sem skýtur rótum um alla Evrópu í hálfleik 30 ára stríðsins 1914-1945.

Þjóðhyggju var reynt að útrýma eftir 30 ára stríðið. Alþjóðahyggja skyldi koma í staðinn. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og fleiri slíkar stofnanir áttu að leiða okkur inn í fagra nýja veröld.

En það tókst ekki. Alþjóðahyggjan rændi fólki átthagamenningu. Fjölmenningin reyndist uppskrift að villimennsku menningarkima, óeirða og hryðjuverka. Svarið var Brexit og Trump, sem markar upphaf endaloka alþjóðahyggju síðustu áratuga.

Helftin af pólitíska litrófinu, þessi sem kennd er við vinstristjórnmál, skilur ekki enn upprisu þjóðhyggju, skrifar helsta málgagn engilsaxneskra vinstrimanna, Guardian.

Fólk finnur sig heima í samfélagi sameiginlegs tungumáls, siða, sögu og menningu. Það er þjóðhyggja. Og hún er eina raunhæfa hugmyndafræðin. Allt hitt eru framandi ismar.

 


mbl.is Fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fjölmenning er þöggunartól. Barátta okkar fyrir bættum kjörum var gegn íslenskri menningu sem viðhélt kúgun og stöðnun. Við tókum upp breytta siði án þess að glata öðru en hlekkjunum. Fjölmenningin getur ekki gert upp á milli siða í nútíð og fortíð. Áttum við kannski að viðhalda öllum ósiðunum og kalla þá forfeðramenningu sem ekki mætti hrófla við? Fjölmenning segir okkar að halda kjafti og treysta alþjóðaofurvaldi sem við þekkjum ekki, skiljum ekki, í blindni. Ekki hafa skoðun.

Flestir hafna menningu marxista. Hlekkir alræðis virka illa á allt fólk þótt þeir heiti fallegum nöfnum sem ég ætla ekki að telja upp. Það má stundum ekki nefna hlekkina hlekki vegna fjölmenningar og trúfrelsis. 

Íslenskir marxistar sem vita alltaf hvað öðrum er fyrir bestu létu sig dreyma um alþýðufjötra sem þeir kalla jöfnuð. Marxistar í verkó vilja byltingu gegn....hverju? Gott og vel. Það þarf ekki að setja samfélagið á annan endann til að aðstoða fólk eða laga það sem þarf að laga. Það þarf alls ekki marxíska milliliði. Marxismi er bara fyrirsláttur. 

Benedikt Halldórsson, 11.11.2018 kl. 15:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Glóbalisminn er líkari fasisma en nokkuð annað. Facie Mussolinis eða knippið, merkir órjúfandi bönd stjórnsýslu og kapítalsins. Auðvaldið leiðir og stjónsýslan fylgir. Þetta fyrirkomulag reisti þýskaland úr rústum vonlausrar kreppu, en færði auðinn á örfáar hendur. 

Alþjöðahyggjan er einnig miðuð út frá viðskiptum og þörfum stórfyrirtækja. Landamæralaus og hömlulaus viðskipti þar sem þeir stekustu njóta mest. Bankarnir þar fremstir, enda ráða þeir nú örlög heimsins í hendi sér.

Það þarf ekki annað en að skoða fjórfrelsi ESB og spyrja sig hverjum það þjóni mest. Ekki pöblinum allavega. Hugmynd alþjöðahyggjunnar er nánast sú að heimurinn verði sameinaður undir sameiginlega hagsmuni þegar allt er komið á eina hendi. Adolf og Mússólíní náðu ekki einu sinni að láta sér dreyma svo stórt, en hugsunin var sú sama.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2018 kl. 21:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stóra spurning okkar um alþjoðahyggjuna er hvort arðurinn sé þeirra sem yrkja eða þeirra sem með hann höndla. Fara skattar til samneyslu þeirra sem greiða þá. Samkvæmt alþjóðahyggjunni, nei. 

Sem dæmi má nefna að ef við gengjum í ESB, þá mætti selja Kvóta,fiskiðnað og í raun allan kjölfestuiðnað hér, úr landi. Þegar það hefur verið gert, fer allur arðurinn af honum annað og skattar allir til ríkja þeirra sem eiga, nema skattar lítilmangans. Hann mun borga fyrir sína samneyslu og samtryggingu einn í gegnum ræfilslega launa og neysluskatta, sem yrðu slygandi háir.

Við yrðum svipað vel settir og Pólverjar og aðrar fyrrverandi austantjaldsþjóðir innan esb, sem eru ekkert annað en þrælakistur og ruslahaugar herraþjóðanna þar sem stór hluti íbúa er landflótta í leit að brauðmolum hjá auðugri löndum sem þrátt fyrir mannsalskjör gefa betur en hægt er að láta sig dreyma um heimavið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2018 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband