Heimsborgarinn Guðni Th.

Forseti lýðveldisins kemst býsna nærri að lýsa yfir fyrirlitningu á þjóð sinni með þessum orðum: 

Macron hélt inni­halds­ríka ræðu um þá vá sem get­ur steðjað að okk­ur öll­um þegar að þjóðremba og illska tek­ur öll völd eins og segja má að gerst hafi í aðdrag­anda fyrri heims­styrj­ald­ar...

Fyrir utan lélega sagnfræði, menn héldu glaðir á vígvöllinn síðsumarið 1914 en ekki froðufellandi af illsku, þá er í meira lagi hæpið að kenna þjóðhyggju um upphaf fyrra stríðs. Heimsvaldastefna var rót fyrra stríðs, átök nýlenduvelda Evrópu um forræðið yfir Afríku.

Þjóðhyggja sækir innblástur í einkunnarorð frönsku byltingarinnar: frelsi, jafnrétti og bræðralag. 

Heimsborgararembingurinn sem Guðni Th. gefur sig á vald er aðeins önnur útgáfa af heimsvaldastefnu fyrri tíðar. Heimsvaldasinnar fyrirlitu fólk sem vildi búa að sínu í friði fyrir framandi yfirvaldi.


mbl.is „Hjartnæm og alvöruþrungin athöfn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það ekki sjálfstæðisbarátta Serba sem kveikti í tundrinu þegar Princip skaut Frans Ferdínant. Ekki í síðasta sinn sem kveikja í þessu tundri. Kannski má lika alveg segja að trúarbrögð og menningarmunur þeirra vegna hafi verið hin undirliggjandi rót, rétt eins og hun er í dag undirrót alls ills.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2018 kl. 07:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er Guðni eiginlega að þvælast þarna innan um sjórnmálamenn? Af hverju var ekki katrín frekar þarna?

Halldór Jónsson, 12.11.2018 kl. 07:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sýnist það augljóst Halldór hann er hlýðinn,fer ekki á viðburði þar sem þjóð hans etur kappi á HM. En þessi viðburður er liður í herkænsku aðildarsinna og gildir einu þótt hann klikki á Sagnfræðinni. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2018 kl. 08:33

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf engin að vera hissa á sagnfræði Guðna Th. Hann var frambjóðandi RÚV og komst á blað með því að túlka samtímaatburði og segja fyrir hvaða áhrif þeir myndu hafa í framtíðinni. Snobbgildið sá til þess að við sitjum uppi með sagnfræðing þegar við hefðum rétt eins getað fengið spákonu í embættið.

Ragnhildur Kolka, 12.11.2018 kl. 09:23

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það sé alveg rétt, eins og Jón Steinar bendir á, að þjóðernishyggja átti drjúgan þátt í að hrinda heimstyrjöldinni af stað. Nánar tiltekið sjálfstæðisvilji lítilla þjóða og þjóðarbrota. Hvernig það á að geta lýst fyrirlitningu á þjóðinni þegar varað er við þjóðrembu og illsku er mér nú hulin ráðgáta, nema síðuhafi telji Íslendinga upp til hópa illmenni haldin stækri þjóðrembu. Ég held ekki að þeir séu það upp til hópa, og þurfi því ekki að móðgast neitt þegar hnýtt er í illmennsku og þjóðrembu. En auðvitað fyrirfinnast hér bæði illmenni og þjóðrembumenn, sem er svo sem önnur saga.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2018 kl. 12:21

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Heimsstyrjöldin fyrri var stórveldastríð, ekki átök smáþjóða. Af því leiðir getur aðalskýringin á stríðinu ekki verið þjóðhyggja.

Páll Vilhjálmsson, 12.11.2018 kl. 12:24

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guðni hefur nú reyndar sagt að munur væri á þjóðrembu og ættjarðarást. Þjóðremban náði hámarki í síðari hluta Heimsstyrjaldarinnar, þegar nasistar héldu fram yfirburðum norræns kynstofns, sem væri skapaður til að ráða yfir öðrum, en Gyðingar væru jafn óæskilegir og rottur. 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2018 kl. 13:02

8 Smámynd: Hörður Þormar

Vilhjálmur keisari sat í djúpum hægindastól við arinninn í Kviknes hóteli í Balestrand við Sognfjörð í Noregi þegar hann fékk símskeyti um morðið á erkihertogahjónunum í Sarajevo. Hann spratt upp úr stólnum, dreif sig út í herskipið sem lá á firðinum og stímdi á haf út.

Vilhjálmur var skjótráður maður, sagður vera "maniodepressiv". Hann tók því þarna sínar ákvarðanir, án aðkomu ráðgjafa sinna sem reyndar voru, eins og flestir, í sumarfríi og höfðu meiri áhuga á að sleikja sólskinið heldur en einhverju morði í Sarajevo. 

Stóllinn stendur enn hjá arninum.

Hörður Þormar, 12.11.2018 kl. 13:53

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Er útrýming gyðinga þjóðremba? Er það þjóðremba að líta á gyðinga sem rottur? Er það virkilega þjóðremba að drepa þá kerfisbundið í milljónavís eins og rottur? Nei, auðvitað ekki, það er fjöldamorð.

En orðið "þjóðremba" er oft tengt útrýmingarnasisma. Það er lúmskt áróðursbragð. Hver er munurinn á þjóðrembu og ættjarðarást, en á klámi og erótík? Sitt sýnist hverjum. Það gæti orðið hættulegt að kaupa fána og blöðrur 17. júní.

Ég fór einu sinni á Grand Hótel til að hlusta á "umdeildan" fyrirlesara. Fyrir utan hótelið voru froðufellandi "fjölmenningarsinnar" sem vöruðu við nasismanum drap milljónir gyðinga!

Svona fólk trúir að aðrir geti náð bata eins og það sjálft með því játa þjóðernissyndir sínar og þjóðrembu sem drap milljónir. Aðeins þurfi að láta sig falla afturábak og treysta Evrópusambandinu og stofnunum þess í einu og öllu.

Benedikt Halldórsson, 12.11.2018 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband