Efling: öryrkjar og launþegar sama fólkið

Skilgreining á öryrkja er að hann býr skerta starfsgetu; getur ekki unnið. Launþegi er aftur einstaklingur í starfi. Verkalýðsfélag sem leggur þessa tvo hópa að jöfn, eins og Efling gerir, er ekki lengur launþegafélag heldur framfærslufélag undir kjörorðinu ,,minnst vinna, mest laun."

Sjúkrasjóður VR er að tæmast segir í nýlegri frétt RÚV. Ferlið er svona: 

Þegar fólk brennur út vegna álags nýtir það fyrst veikindadaga á vinnustað, sé það í vinnu, og fær svo greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags. Ef fólk nær ekki bata eftir ákveðinn tíma fer það á örorku.

Það er vitanlega álag að mæta í vinnuna. Maður þarf að vakna fyrir allar aldir og vera fjarri heimilinu (tölvunni, rúminu, tjillinu) í heila átta tíma og stundum gott betur. Er þá ekki mun huggulegra að kæla sig, kulna, melda sig veikan og vera bara alveg búinn á því?

Framfærslufélög eins og Efling og VR sjá um afganginn. Í fyrsta lagi ráðstafa félögin digrum sjúkrasjóðum vinnandi fólks og þar er matarhola. Í öðru lagi sjá framfærslufélögin um orðræðu sem réttlæta kulnun: þetta er allt yfirstéttinni að kenna sem lætur mig vinna svona mikið. Í þriðja og síðasta lagi hóta framfærslufélögin að lama atvinnulífið með allsherjarverkföllum ef maður fær ekki kulnaður mannsæmandi framfærslu.

Einu sinni voru menn stoltir af vinnunni sinni. Þeir töldu sig gera gagn í samfélaginu og launin voru umbun. Launavinna var leið til sjálfsbjargar, að sjá um sig og sína. Ekki lengur. Nú eiga aðrir að sjá um þarfir manns. Til þess höfum við framfærslufélög eins og Eflingu og VR.

Og ef illa gengur að rukka aðra um lífsviðurværið er það auðvitað helvítis yfirstéttinni að kenna.


mbl.is Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband