Útlönd, RÚV og afkoma fjölmiðla

Sam­keppn­in við Rík­is­út­varpið hef­ur farið harðnandi vegna auk­inna um­svifa þess, einkum á aug­lýs­inga­markaði. Er­lend sam­keppni hef­ur einnig harðnað mjög og þar keppa inn­lend­ir miðlar við er­lenda miðla sem búa við allt aðrar aðstæður, svo sem í skatta­legu til­liti og í tæki­fær­um til aug­lýs­inga­sölu.

Tilvitnunin hér að ofan er í frétt af neikvæðri afkomu útgáfufélags Morgunblaðsins. Erlenda samkeppnin um auglýsingatekjur í netútgáfum er ekki hægt að gera neitt við. Íslenskir og erlendir auglýsendur geta keypt sér athygli Facebook-notenda sem og þeirra sem lesa erlenda fjölmiðla á netinu.

Aftur er eitthvað hægt að gera í samkeppninni við RÚV sem er ríkisfyrirtæki í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla hér á landi. Í meginatriðum eru aðeins tvær leiðir færar:

a. Leggja RÚV niður.

b. Taka RÚV af auglýsingamarkaði. 

Frekari ríkisvæðing fjölmiðla, t.d. með beinum framlögum til þeirra, er ekki raunhæfur kostur. Fyrir það fyrsta yrðu óðara stofnaðir fjölmiðlar til að gera út á ríkisjötuna. Í öðru lagi yrðu fjölmiðlar háðir ríkisframlögum, ef þau skiptu á annað borð máli, sem veit ekki á fjölræði í fjölmiðlum.


mbl.is Neikvæð afkoma í erfiðu umhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil benda á plan C:

Að skera niður allskyns vitleysisgang

og óþarfa og spara þannig fjármagn hjá rúv.

Rúv mætti t.d. hætta algerlega að sýna allt sem tengist motorsporti.

nú á tímum aukinnar umhverfisvitudar.

Fólk á að stunda íþróttir sjálft en ekki að halda úti her manns á ofurlaunum við

að kvikmynda bolta sem er hent og sparkað fram og til baka.

FInnst fólki að þáttaröð eins og ÓFÆRÐ  vera góð landkynning útávið?

Hvað skildi rúv vera að borga fyrir sýninarréttinn á þeirri þáttaröð?

Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 12:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er að þessu liði sem segist dýrka frjálsa samkeppni sem heimtar opinberar aðgerðir til að taka samkeppni RUV af suglýsingamarkaði. Það gæti ekkileitt tilannars en að auglýsingar yrðu dýrari ef RÚV er svona skætt í samkeppinni. Sem sagt pilsfaldakapítalismi. Fólkið vill auglýsa á RÚV, það er greiilegt. Hættið þessu væli þá.

Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband