Já takk, ESB

Evrópusambandið ætlar að bjóða Bretum fríverslunarsamning í ætt við þann sem er í gildi á milli ESB og Kanada. Bretar höfðu áður hafnað því að vera hlekkjaðir við ESB með EES-samningnum sem Ísland situr uppi með.

Gangi það fram að Bretar fái fríverslunarsamning eftir Brexit er það gott mál fyrir Ísland.

Við gætum strax daginn eftir sagt upp EES og tekið upp fríverslunarviðræður.

 


mbl.is Barnier býður Bretum fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gefum okkur að við myndum taka upp Kanadasamninginn hér á landi,

hver myndi dæma í ágreiningsefnum

sem að kynnu að koma upp á milli Íslands og ESB?

Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 17:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í fríverslunarsamningum er gert ráð fyrir að ágreiningur sé annað tveggja leystur með samningum eða vísað til alþjóðastofnana til úrskurðar.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2018 kl. 17:31

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þá ekki bara allt sem að myndi mæla með slíkum samning

ef að ESB myndi leggja blessun sína yfir slíkan samning?

Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 18:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sérðu okkar fólk hafa eitthvað svoleiðis frumkvæði?Gulla, Bjarna, Katrínu?

Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 19:47

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þyrfti ekki einhver að spyrja ESB hvort að ísland ætti kost

á sambærilegum samningi og Kanada fékk?

Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 19:59

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Eftir að Íslendingar hafa innleitt þriðja orkupakka ESB hafa þeir ekki orku til að standa í samningaviðræðum.

Júlíus Valsson, 4.9.2018 kl. 21:04

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

WTO er með umfangsmikið regluverk, sem aðilar fríverzlunarsamninga nota yfirleitt í sínum samningum, þ.á.m. er ágreiningsefnum, sem rísa kunna út af fríverzlunarsamningum, vísað til þessarar Alþjóða viðskiptamálastofnunar.  Á meðal reglna þar eru ákvæði um beztu kjör, sem skylda aðila til að veita öðrum, er síðar vilja semja, a.m.k. jafngóð kjör og síðast var samið um.  Ef þessi samningsgerð ESB og Bretlands heppnast vel, gætu Íslendingar losnað við umfangsmikið samningaþjark og gert fríverzlunarsamninga við ESB og Breta, sem grundvallaður væri á því, sem kemur út úr tilboði Barniers.

Sveigi Bretar inn á þessa braut, er það stefnubreyting fyrir ríkisstjórn Theresu May, en mun gefa miklu hreinni línur í Evrópu en moðverkið, sem ríkisstjórn Breta samþykkti með háum hvelli og olli brotthlaupi tveggja þungavigtarmanna úr ríkisstjórn.

Bjarni Jónsson, 4.9.2018 kl. 21:07

8 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Þeir sem rita um EES ættu að kynna sér um hvað sá samningur fjallar og tjá sig að því búnu. Ef ungt fólk getur ekki farið til náms og starfa í ESB löndunum og telur sig bundið hér á klakanum, ja, þá er næsta víst hvað við tekur. - Ætla mætti að heitasta óskin sé innlimum í ESB; og kannski er það bara svo.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.9.2018 kl. 21:24

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei við EES; Bragð er að þá Barnier finnur.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2018 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband