Krónan í gamla hagkerfinu og þjóðarsáttin

Í gamla hagkerfinu var hægt að gera verðbólgusamninga, þ.e. innistæðulausa kjarasamninga, því krónan var látin falla í kjölfarið. Verðlag hækkaði og leiðrétti innistæðulausar launahækkanir.

Þjóðarsáttin 1990 afnam víxlhækkun launa og verðlags. Í meginatriðum hefur þjóðarsáttin haldið. Verðbólguskotið í kjölfar hrunsins 2008 var skammvinnt. Friðhelgi var á vinnumarkaði árin eftir hrun. Síðustu 3-5 árin fóru í að skipta upp á nýtt verðmætum á milli launafólks annars vegar og hins vegar fjármagns. Það var hægt í skjóli stöðugrar krónu. Í grófum dráttum hefur það gengið þolanlega.

Gamla hagkerfið öx upp úr sjálfsþurftarbúskap þegar peningar voru óverulegur þáttur í hagkerfinu. Þjóðin þurfti tíma að skilja hvernig peningar virka og lærði sína lexíu með þjóðarsáttinni 1990.

Stéttir opinberra starfsmanna samþykktu í meginatriðum, ljósmæður núna síðast, að innistæðulausir kjarasamningar verða ekki gerðir.

Í vetur tekur almenni vinnumarkaðurinn við keflinu og gerir samninga. Ríkisstjórnin mun senda atvinnurekendum skýr skilaboð um að stöðu krónunnar verði ekki fórnað. Innistæðulausir samningar leiða til gjaldþrota fyrirtækja, ekki gengisfellinga. Ef verkalýðshreyfingin fer fram með offorsi verða hér verkföll sem engu munu skila nema minni hagvexti. Og þá verður minna til skiptanna.

Nýja hagkerfið byggir á að þjóðin sýni ábyrgð. Stjórnvöld halda ábyrgðinni að þjóðinni með festu.


mbl.is Geti ekki lengur beðið með verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Blessaður..en hvað með kjararáð sem hefur gefið stórar hækkanir til annara hópa innan þjóðfélagsins, Alþingi meðal annars, er það ekki tekið með í reikningin?

þjóðarsáttinn 1990 hafði enga svona forrétindahópa hvað ég man.

Ívar Ottósson, 30.7.2018 kl. 21:53

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Meðallaun í landinu eru um 700 þús. kr. á mánuði Þingfarakaup er liðlega milljón. Það væri ekki óeðlilegt að þingmenn væru með tvöföld meðallaun. Engin forréttindi þar. 

Páll Vilhjálmsson, 31.7.2018 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband