Byltingin, Bernie og Stefán

Bernie Sanders, sem næstum varð frambjóðandi Demókrata gegn Trump, er ekki ,,sannur" vinstrimaður segir í New Republic, vegna þess að hann vill ekki opin landamæri. ,,Sannir" vinstrimenn í stórveldinu fyrir vestan eru í óða önn að verða kommúnistar, segir önnur bandarísk útgáfa.

Byltingarsinnar á Íslandi eru um þessar mundir uppreisnarfélög í verkalýðshreyfingunni og Sósíalistaflokkur Gunnars Smára sem fékk fulltrúa í borgarstjórn. 

Stefán Ólafsson prófessor var nýverið ráðinn til Eflingar, eins uppreisnarfélagsins. Stefán er af kynslóð Bernie, að upplagi mjúkur vinstrimaður. Hlutverk prófessorsins er að gefa launakröfum Eflingar akademískt lögmæti.

Um hásumar er Stefán þegar kominn í Eflingarvinnu og skrifar grein um samband fjármálavæðingar, ójafnaðar og hruns. Gamlar fréttir myndu einhverjir segja, við lærðum þessa lexíu við hrunið enda er fjármálakerfið núna meira og minna ríkisvætt.

Stefán þarf að gera betur á Eflingartaxtanum og boða byltingu ef ekki á að fara fyrir honum eins og Bernie - fá ásökun um að vera ekki ,,sannur" vinstrimaður. En kannski er Stefán nógu sjóaður til að vita að með byltingu og kommúnisma hrynur ekki aðeins fjármálakerfið heldur samfélagið allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband