Fótbolti og frumsyndin

Íslenska knattspyrnulandsliðið er þegar búið að sanna sig. Það spilaði sig inn á stærsta knattspyrnumót Evrópu fyrir tveim árum og eru núna á heimsmeistaramótinu. Stórþjóðir í íþróttinni, Evrópumeistarar Hollendinga og heimsmeistarar Ítala, sitja heima. En Ísland er í Rússlandi.

Jafntefli gegn Argentínu í upphafsleiknum lofaði góðu en tap gegn Nígeríu gerði horfurnar á framhaldslífi eftir riðlakeppnina heldur dökkar - en hvergi nærri útilokaðar.

Englendingar gera gott mót það sem af er. Dálkahöfundur í bresku útgáfunni Telegraph segir það vandræðalegt ef England yrði heimsmeistari. Enska þjóðarstoltið yrði svo yfirþyrmandi. En, segir dálkahöfundurinn, þjóðarstolt er ekki frumsyndin. Það má finna til þjóðarstolts án þess að skammast sín.

Íslendingar eru stoltir að vera meðal þeirra bestu í vinsælustu íþróttagrein veraldar. Og frumsyndin er ekki þjóðarstolt heldur drambið að gera uppreisn gegn lögmálinu. Í fótbolta er lögmálið þetta: sigur gefur þrjú stig. Við þurfum þau í dag og helst umframmörk. Svo sjáum við hvað setur með stóískri ró og hógværð. 


mbl.is Án sigurs í síðustu sex leikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

DJÚPUR.

Ragnhildur Kolka, 26.6.2018 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband