Sterkir leiðtogar, lýðræði og fjölmenningaralræði

Lýðræði er á fallandi fæti, samkvæmt álitsgjöfum austan hafs og vestan. Trump og Pútín eru dæmi um það, sem og Erdogan í Tyrklandi og Orban í Ungverjalandi. Ekki er allt upp talið.

William Hague, fyrrum formaður Íhaldsflokksins breska, er einn af mörgum sem vara við vexti og viðgangi sterkra leiðtoga. Þeir taka frá okkur frelsið, segir Hague.

Hague skrifar í Telegraph, sem er hófsöm hægriútgáfa í Bretalandi. Mest lesna greinin í Telegraph á talandi stundu er eftir dálkahöfundinn Zoe Strimpel. Fyrirsögnin, í lauslegri þýðingu, er ,,Það er engin vafi, við búum við fjölmenningaralræði". Þar er sagt frá kvenkyns háskólakennara sem neitar að kenna við háskóladeild í Cambridge sökum þess að dyraverðir ávarpa hana sem konu - madam - en ekki ,,doktor" eins og konan krefst. Þetta kallar kennarinn rasisma og yfirgang.

Það er samhengi á milli þess að á vesturlöndum hallast kjósendur æ meir að sterkum leiðtogum og hinu að fjölmenningaralræðið tekur út yfir allan þjófabálk.

Vænisýkin stafar einkum frá frjálslyndum og vinstrimönnum sem sjá órétti í hverju horni og eru í akkorði að finna tilefni til að móðgast. Alræði fjölmenningar kæfir bæði vitsmunaumræðu og í auknum mæli samskipti fólks. Hvað er þá betra en að senda eins og einn Trump til æðstu valda og láta þá vænisjúku vita hvar Davíð keypti ölið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband