Eiginkonan, jakkinn og endurkjörið

Tilfinningar eru stór hluti stjórnmála. Upplýsingar og rök eru tjáðar með tölum og orðum en tilfinningatjáning nýtir breiðari boðskipti, svo sem myndmál af ýmsu tagi (broskalla, reiðimerki og svo framvegis). Tilfinningar eru margræðari en upplýsingar og rök. 

Jakkinn sem forsetafrú Bandaríkjanna klæddist fyrsta áfangann á leið sinni í heimsókn í búðir ólöglegra innflytjenda var myndmál með setningunni „Mér er alveg sama, hvað með þig?“

Samfélags- og fjölmiðlar hrukku í yfirgír að túlka skilaboðin. Sjálfgefið þótti að jakkinn geymdi pólitísk skilaboð. Í ógrynni af tístum, bloggfærslum og fréttum er rætt um hver skilaboðin eru og hverjum þau eru ætluð.

Jakkinn kostar 30 dollara, um 3000 kr., í tískuverslun. Forseti sem á eiginkonu sem þarf ekki annað en að kaupa sér ódýran jakka til að tröllríða öllum boðskiptakerfum þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri. Trumphjónin eru einfaldlega of yfirþyrmandi til að nokkur komist með tærnar þar sem þau hafa hælana - ég meina jakkann.

 

 


mbl.is „Mér er alveg sama, hvað með þig?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Melania er greinilega meira en - just another pretty face.

Ragnhildur Kolka, 22.6.2018 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband