Tveir gildisdómar í þágu tjáningarfrelsis

Jón Steinar Gunnlaugsson viðhafði gildisdóm í umræðu um dómsniðurstöðu hæstaréttar, þar sem m.a. orðið ,,dómsmorð" kom fyrir, segir í sýknu héraðsdóms. Í öðru meiðyrðamáli sem hæstiréttur úrskurðaði i dag var ítrekað að gildisdómar skulu refsilausir.

Báðir dómarnir staðfesta dómafordæmi seinni ára um að tjáningarfrelsið nýtur meiri verndar en æra manna þegar gildisdómar eru annars vegar.

Æra manna er vernduð gagnvart ásökunum um glæpi, það telst staðhæfing um staðreynd og er refsiverð.

Dómstólar eru á réttu róli í meiðyrðadómum síðustu ár. Það var heldur klént hér áður þegar menn voru dæmdir vegna þess að einhver móðgaðist og fór í mál.


mbl.is Jón Steinar sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband