Jens til í Trump-Pútín fund

Nató er hlynnt fundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands, segir aðalritari hernaðarbandalagsins, Jens Stoltenberg. Þetta er stefnubreyting. Tilvist Nató, sem er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu, byggir á að gera sem mest úr hættunni af rússneskri hernaðarógn.

Trump hefur lýst yfir áhuga að hitta starfsbróðir sinn í Moskvu en herskáir frjálslyndir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, lagst gegn þíðu í samskiptum stórveldanna.

Afstaða Stoltenberg er vísbending um að Nató vilji þóknast Trump, sem hefur verið allt annað en vinsamlegur gagnvart hernaðarbandalaginu og sagt það lifa sníkjulífi á hernaðarmætti Bandaríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Allir sem verið hafa í löndum Austur-Evrópu þekkja sífelld afskipti Rússa af innanlandsmálum víða þar. Sömuleiðis ógnina sem íbúarnir telja stafa af Rússlandi. Ekki eru orð Pútíns eða helstu hugmyndafræðinga hans til þess fallin að draga úr þessari tilfinningu íbúanna. Er þá vægt til orða tekið.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.6.2018 kl. 15:28

2 Smámynd: Hörður Þormar

Ef af fundi Trumps og Putins verður, þá má búast við því að Trump muni viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krímskaga.

Hörður Þormar, 21.6.2018 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband