Höfðingjadirfska þjóðarsálarinnar

Ekki er sjálfsagt að Ísland spili á heimsmeistaramóti vinsælustu íþróttar veraldar. Enn síður að þjóðarliðið nái árangri á þeim vettvangi. Stigið á móti Argentínu var árangur, þótt flestum þætti klént ef þau verða ekki fleiri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi einn þátt þjóðarsálarinnar sem án efa er hluti skýringarinnar á árangri landsliðsins. ,,Höfðingjadirfska" er samtímalýsing á Elku Björnsdóttur alþýðukonu sem skrifaði dagbókarfærslu fyrir hundrað árum og Katrín gerði að umtalsefni í lýðveldisávarpinu.  

Höfðingjadirfska er að Ísland geri sig gildandi á sama vettvangi og Ronaldo, Messi og félagar. Þessi þáttur þjóðarsálarinnar skilar okkur árangri sem samkvæmt tölfræði ætti ekki að vera mögulegur.

Höfðingjadirfska er vandmeðfarinn eiginleiki. Hún getur á augabragði breyst í hjárænulega afdalamennsku ef ekki fylgir henni innistæða raunsæis, vinnusemi og þrautseigju. Við sáum það þegar Ísland ætlaði sér sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og einnig þegar glæpavæddir bankamenn töldu stjórnvöldum trú um að landið gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Höfðingjadirfska og oflátungsháttur eru hvort tveggja drættir í þjóðarsálinni og eiga það til að víxlast.


mbl.is Góð áhrif á þjóðarsálina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lífið er línudans og stundum tekst okkur að halda jafnvæginu. Það gerðist laugardaginn 16. júní.

Ragnhildur Kolka, 18.6.2018 kl. 13:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta var grís að mínu viti

Halldór Jónsson, 18.6.2018 kl. 17:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er grís mögulegur nema að hann sé tekinn að undirlagi vitsmunanna,les;"Davíð og Golíat".

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2018 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband