Smána yfirvaldiđ en krefjast fullrar ţjónustu

Anarkistahópur vanvirđir og smánar lögmćt yfirvöld međ táknrćnum hćtti á alţingi og viđ stjórnarráđiđ. Einn úr hópnum fer á framandi vígaslóđir og tekur upp vopn í ţjóđastríđi Kúrda og Tyrkja. Engar stađfestar fréttir eru af afdrifum unga mannsins, Hauks Hilmarssonar. 

Anarkistahópur Hauks heldur áfram ađ smána og vanvirđa yfirvöld um leiđ og hópurinn krefst fullrar ţjónustu sömu yfirvalda ađ hafa upp á Hauki og fá stađfestingu hvort hann sé lífs eđa liđinn.

Réttur Hauks, rétt eins og allra lögráđa Íslendinga, er ađ gera ţađ úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Á Íslandi gilda lög og reglur sem ţegnar landsins eru skyldir ađ fara eftir. Á ófriđarslóđum gilda ađrar reglur, stundum engar. Ţar eru menn mönnum úlfar, drepa og eru drepnir.

Vonandi kemur á daginn ađ Haukur sé heill á húfi. Hafi hann falliđ í stríđsátökum vćri mannúđ ađ gefa ćttingjum og ástvinum Hauks upplýsingar um hvernig dauđa hans bar ađ garđi og afhenda jarđneskar leifar hans.

Mannúđ er sjálfsögđ á Íslandi. Víđa um lönd er hún ţađ ekki. Anarkistar mćttu hafa ţađ í huga nćst ţegar ţeir efna til ađgerđa gegn táknum lýđveldisins.


mbl.is Handtekinn á ţaki Stjórnarráđsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Haukur ţessi fór í stríđ til ađ skjóta. Hann spurđi ekki íslenska ríkiđ leyfis.

Af hverju er ţađ bísness ríkisins ađ komast ađ ţví hvar hann sé? Af hverju heimtar ţetta fólk ađ íslenska ríkiđ sé ábyrgt fyrir ţví ađ grafast fyrir um örlög hans? 

Halldór Jónsson, 17.6.2018 kl. 17:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband