Smána yfirvaldið en krefjast fullrar þjónustu

Anarkistahópur vanvirðir og smánar lögmæt yfirvöld með táknrænum hætti á alþingi og við stjórnarráðið. Einn úr hópnum fer á framandi vígaslóðir og tekur upp vopn í þjóðastríði Kúrda og Tyrkja. Engar staðfestar fréttir eru af afdrifum unga mannsins, Hauks Hilmarssonar. 

Anarkistahópur Hauks heldur áfram að smána og vanvirða yfirvöld um leið og hópurinn krefst fullrar þjónustu sömu yfirvalda að hafa upp á Hauki og fá staðfestingu hvort hann sé lífs eða liðinn.

Réttur Hauks, rétt eins og allra lögráða Íslendinga, er að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Á Íslandi gilda lög og reglur sem þegnar landsins eru skyldir að fara eftir. Á ófriðarslóðum gilda aðrar reglur, stundum engar. Þar eru menn mönnum úlfar, drepa og eru drepnir.

Vonandi kemur á daginn að Haukur sé heill á húfi. Hafi hann fallið í stríðsátökum væri mannúð að gefa ættingjum og ástvinum Hauks upplýsingar um hvernig dauða hans bar að garði og afhenda jarðneskar leifar hans.

Mannúð er sjálfsögð á Íslandi. Víða um lönd er hún það ekki. Anarkistar mættu hafa það í huga næst þegar þeir efna til aðgerða gegn táknum lýðveldisins.


mbl.is Handtekinn á þaki Stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Haukur þessi fór í stríð til að skjóta. Hann spurði ekki íslenska ríkið leyfis.

Af hverju er það bísness ríkisins að komast að því hvar hann sé? Af hverju heimtar þetta fólk að íslenska ríkið sé ábyrgt fyrir því að grafast fyrir um örlög hans? 

Halldór Jónsson, 17.6.2018 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband