Stöðvum íhlutun ESB í íslensk innanríkismál

Í gegnum EES-samninginn reynir Evrópusambandið jafnt og þétt að tryggja sér valdheimildir á Íslandi og í Noregi. Aðferðin er að taka einhliða ákvörðun í Brussel um að útvíkka EES-samninginn og láta hann ná yfir æ víðtækara svið.

Í gegnum EES-samninginn reynir ESB að ná yfirráðum yfir raforkuframleiðslu og núna að taka sér vald yfir persónuverndarmálefnum.

Upphaflega framkvæmd EES-samningsins var að sameiginleg stofnun EFTA-ríkja og ESB-ríkja færi með úrskurðarvald í ágreiningi um samninginn. ESB grefur skipulega undan jafnræðinu og tekur sér auknar valdheimildir á kostnað EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechten­stein.

Evrópusambandið notar EES-samninginn til að ómerkja fullveldi Íslands. Alþingi verður að stöðva valdatilkall Evrópusambandsins í íslensk innanríkismál.


mbl.is Virðist ekki standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir þá sem vilja frekar staðreyndirnar:

1. Það er sameiginlega EES-nefndin sem tekur ákvarðanir um upptöku á gerðum ESB í EES-samninginn og aðlögun þeirra eftir þörfum.

2. Í sameiginlegu EES-nefndinni eiga sæti fulltrúar Íslands, Liechtensteins og Noregs og fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB.

3. Sameiginlega EES-nefndin hefur ekki tekið neina ákvörðun um upptöku persónuverndarreglugerðarinnar í EES-samninginn. Slík ákvörðun er fyrirhuguð en hefur þó ekki verið tekin þegar þetta er skrifað.

4. Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samið af fimm manna hópi sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 2017. Frumvarpið var nýlega lagt fram á Alþingi. Þessar ákvarðanir voru teknar í dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík en ekki í Brüssel.

5. Í 1. mgr. 38. gr. frumvarpsins segir að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem "tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum".

6. Þessar upplýsingar er auðvelt og fljótlegt að finna á netinu:

Stjórnarráðið | Stofnanir EES

1029/148 stjórnarfrumvarp: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga | Þingtíðindi | Alþingi

Vilji menn gagnrýna Evrópusambandið er af nógu að taka. Það er algjör óþarfi að byggja slíka gagnrýni á einhverjum ranghugmyndum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Slíkt hjálpar engum málstað.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2018 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband